Það var létt yfir mannskapnum hjá Loðnuvinnslunni hf í morgun þegar byrjað var að landa fyrstu loðnunni eftir tveggja ára kvótalaus ár. Norska uppsjávarskipið Kings Bay frá Fosnavåg er fyrsta skipið sem kemur til löndunar þetta árið og er það með 460 tonn sem fer allt í frystingu.