Í kvöld kemur Ingrid Majala með rúm 150 tonn af loðnu til frystingar og í nótt kemur svo Sæbjörn með 430 tonn af loðnu til frystingar.

Loðnan er fersk og falleg enda veiðin aðeins 20 til 40 mílur austur af Fáskrúðsfirði.

Unnið er á vöktum allan sólarhringinn meðan vertíðin stendur yfir.