Ljósafell
Ljósafell hefur nú lokið við 134 togstöðvar í „Togararalli Hafrannsóknarstofnunar“. Skipið er nú að landa í Reykjavík og er aflinn um 72 tonn, mest karfi. Brottför óákveðin í ljósi veðurútlits.
Hoffell
Hoffell er á landleið með túr númer tvö á þessari loðnuvertíð. Verður í kvöld kl 21:00
Sandfell
Sandfelli hefur vegnað vel að undanförnu. Báturinn hefur róið alla daga og landaði 14 tonnum á föstudag, 13 tonnum á laugardag og aftur 13 tonnum á sunnudag. Aflinn í tveim síðustu túrunum verður unninn í frystihúsi LVF.
Hoffell
Hoffell er nú að landa fyrsta farminum af loðnu fyrir hrognatöku. Loðnan veiddist við Garðsskagann. Skipið ætti að komast aftur af stað um hádegi í næsta túr.
Sandfell
Sandfell landaði 10 tonnum á Djúpavogi í gær og 14 tonnum þann 1. mars. Annars ber það helst til tíðinda að Sandfell var aflahæsti bátur landsins í sínum flokki í febrúar með 222,5 tonn í 18 róðrum. Sjá frétt á Sax.is http://www.aflafrettir.is/frettir/grein/batar-yfir-15-bt-i-februar/869
Ljósafell
Ljósafell er nú um það bil hálfnað með togarallið og er að landa í Reykjavík í dag. Aflinn er um 82 tonn, mest karfi. Veður hefur verið hagstætt og rallið því gengið framar vonum það sem af er. Ljósafell fer aftur út í kvöld að löndun lokinni.
Sandfell
Sandfell landaði á Djúpavogi á laugardag 19 tonnum og sunnudag 17 tonnum. Uppistaðan er þorskur sem fer til vinnslu í frystihúsi LVF.
Sandfell
Sandfell er nú á landleið á Djúpavog með um 17 tonn. Þorskurinn fer til vinnslu í Frystihús LVF, en annað á markað.
Cristjan í Grjótinu með 2500 tonn
Cristjan í Grjótinu kom með 25oo tonn af kolmunna til bræðslu í gær.
Skipið var að veiðum í landhelgi Færeyja.
23 loðnubátar frá Noregi
23 landanir hafa verið af norskum loðnubátum síðustu 3 vikur á Fáskrúðsfirði, þeir hafa landað um 8.000 tonnum af loðnu. Stór hluti aflans hefur farið til frystingar.
Sandfell
Sandfell er á landleið með 16 tonn til löndunar á Djúpavogi. Þorskurinn kemur til vinnslu í Frystihúsi LVF, en annað á markað. Þannig hefur það verið með tvær landanir þar á undan einnig. 11 tonn landað á Stöðvarfirði 24. feb og 12 tonn landað á Djúpavogi 23. feb.
Hoffell
Hoffell er á landleið með um 1.400 tonn af kolmunna sem fékkst á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi. Heimsiglingin er um 820 sjómílur.