Sandfelli hefur vegnað vel að undanförnu. Báturinn hefur róið alla daga og landaði 14 tonnum á föstudag, 13 tonnum á laugardag og aftur 13 tonnum á sunnudag. Aflinn í tveim síðustu túrunum verður unninn í frystihúsi LVF.