Sandfell

Sandfell landaði á laugardag 8,5 tonnum og á sunnudag 6,5 tonnum. Uppistaða aflans var ýsa og fór aflinn allur á fiskmarkað.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 72 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur til vinnslu í Frystihúsi LVF. Skipið heldur aftur til veiða á morgunn, þriðjudag 13. desember kl 13:00

500 milljónir hjá Sandfelli

Sand­fell SU-75 landaði í gær á Stöðvarf­irði afla sem ýtti afla­verðmæti skips­ins fyr­ir und­an­gengna tíu mánuði yfir hálfs millj­arðs markið.

Loðnu­vinnsl­an hef­ur gert út bát­inn í 10 mánuði og með lönd­un­inni í gær fór afla­verðmæti skips­ins fyr­ir þetta tíma­bil yfir 500 millj­ón­ir króna.

Þá dug­ar ekki annað en að splæsa í köku, enda feikna­fiskerí að baki sem aug­ljós­lega kall­ar á að menn geri sér dagamun.

 

Gott skip og frá­bær áhöfn

„Þetta er ótrú­lega gott skip og hef­ur reynst okk­ur feikna­vel síðan það fór í sína fyrstu veiðiferð und­ir okk­ar fána í byrj­un fe­brú­ar á þessu ári. Það fisk­ar vel og það er alltaf jafn gang­ur í veiðinni, svo við gæt­um ekki verið sátt­ari við stöðu mála. Áhöfn­in á skip­inu er al­ger­lega frá­bær og þeir eiga mikið hrós skilið fyr­ir þá vinnu sem þeir hafa lagt í til að ná þess­um áfanga. Þetta eru hreint frá­bær­ir karl­ar,“ sagði Friðrik Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar í sam­tali við 200 míl­ur.

Á Sand­fell­inu eru átta karl­ar, en ein­ung­is fjór­ir menn á í einu. Svo róa menn í tvær vik­ur í senn og skipta með sér verk­um, og það fyr­ir­komu­lag hef­ur aug­ljós­lega reynst vel.

Afl­inn er um 1900 tonn á þessu tíma­bili.

Frétt: Mbl.is

Nýr verkstjóri ráðinn

Þriðjudaginn 6. desember var Hannes Auðunsson ráðinn verkstjóri í frystihús LVF. Hann byrjar í janúar n.k.
Hannes tekur við af Björgvini Hanssyni sem hefur verið hjá okkur í 11 ár.
Hannes hefur verið verkstjóri hjá Þórsnesi ehf í Stykkishólmi sl. 2 ár, þar áður hjá Golden Seafood.
Hannes er 28 ára, fæddur á Djúpavogi og kemur ásamt konu og barni hingað á Fáskrúðsfjörð.

Ljósafell

Ljósafell landaði í mogunn um 30 tonnum af þorski til vinnslu í frystihús LVF. Skipið fór strax aftur á sjó að löndun lokinni.

Hoffell

Hoffell er að land um 400 tonnum af síld til söltunar. Leggur af stað í síðasta túr á síld að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell er að landa um 90 tonnum. Uppistaðan er þorskur, en einnig 20 tonn af gullkarfa og 20 tonn af ufsa. Skipið fer aftur til veiða á morgun, þriðjudaginn 6. desember kl 13:00

Sandfell

Sandfell er á landleið með um 11,5 tonn og í gær landaði hann 10,7 tonnum. Í Nóvember var báturinn með tæp 200 tonn þrátt fyrir ýmsar frátafir vegna veðurs og verkfalls.

Finnur Frídi

Finnur Frídi kom inn í nótt með tæp 2.500 tonn af kolmunna.

Hoffell

Hoffell er að landa um 410 tonnum af síld til söltunar.

Ljósafell

Ljósafell er að landa um 53 tonnum, mest þorski til vinnslu í frystihús LVF. Skipið heldur aftur til veiða á miðnætti á sunnudagskvöld 27. nóv.

Sandfell

Sandfell landaði 6,5 tonnum á Djúpavogi á laugardag og 9,2 tonnum á Stöðvarfirði á sunnudag. Aflinn fór allur á markað.