Nokkur Norsk loðnuskip hafa landað hjá Loðnuvinnslunni að undanförnu. Þetta eru Kings Bay, Fiskebas, M Ytterstad, Eros og Liafjord. Samtals voru þessir farmar um 1.600 tonn og fór aflinn til frystingar og bræðslu. Von er á fleiri Norskum skipum á næstunni.