Nýlega tók Friðrik Guðmundsson framkvæmdastjóri við viðurkenningum frá Creditinfo fyrir hönd Loðnuvinnslunnar hf og Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Viðurkenningin nefnist „framúrskarandi fyrirtæki 2016“ en aðeins um 1,7% Íslenskra fyrirtækja standast þær kröfur sem gerðar eru til að öðlast þessa viðurkenningu. Af þeim 624 fyrirtækjum sem fengu, þá var Loðnuvinnslan hf í 25. sæti 2016, og hafði hækkað um 11 sæti frá fyrra ári. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er í 31. sæti 2016.