Hoffell

Hoffell er nú að landa um 650 tonnum af síld til söltunar. Þar með er útlit fyrir að söltun sé að ljúka þetta árið. Skipið heldur til kolmunnaveiða að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell landaði á mánudag um 52 tonnum og var uppistaðan þorskur til vinnslu í frystihúsi LVF. Skipið hélt aftur til veiða í gær, þriðjudag 10. des kl 13:00.

Ljósafell

Ljósafell landaði rúmum 100 tonnum á sunnudag 1. desember. Uppistaða aflans var ufsi og karfi sem fór á markaði. Ljósafell var svo mætt aftur í morgunn 5. desember með um 40 tonn, aðallega þrosk til vinnslu í frystihús LVF. Brottför aftur í dag kl 18:00.

Línubátar

Línubátarnir Sandfell SU 75 og Hafrafell SU 65 hafa lagt upp talsverðan afla í nóvember. Sandfellið var samtals með 248 tonn í mánuðinum og fóru 215 tonn af því í vinnslu í frystihús LVF. Hafrafellið var með samtals 218 tonn í mánuðinum og fóru af því 185 tonn til vinnslu í frystihús LVF.

Hoffell

Í dag klárast að landa um 750 tonnum af síld úr Hoffelli. Aflinn hefur farið til söltunar. Skipið heldur aftur til sömu veiða nú að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 85 tonn og uppistaðan þorskur til vinnslu í frystihúsi LVF. Skipið heldur aftur til veiða á morgunn, miðvikudaginn 27. nóvember kl 13:00

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 640 tonnum af síld til söltunar. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Síldarverkun

Grétar Arnþórsson er verkstjóri síldarverkunar hjá Loðnuvinnslunni. Óhætt er að fullyrða að hann sé einn helst síldarsérfræðingur fyrirtækisins.  Og núna er mikið að gera hjá Grétari við að stjórna vinnu við 650 tonn af síld sem Hoffell kom með að landi að kvöldi sunnudagsins 17. nóvember.  Um er að ræða íslenska síld sem er sumargotsíld og skilur þar á milli norsk- íslensku síldarinnar sem er vorgotssíld. Því eru þessir mánuðir snemma vetrar aðal veiðitími íslensku síldarinnar.  

Grétar sagði síldina vera fína og er hún söltuð í flök og bita fyrir Kanada markað sem og Svíþjóð og Danmörk.  Gæðaeftirlit með vinnslu á síld, sem og öðrum framleiðslum LVF, er mikið. Teknar eru síendurteknar prufur þar sem gæðin eru skrásett og haldið til haga. Og þegar Grétar var inntur eftir því hvernig gengi í vinnslunni sagði hann að það gengi vel. Vinnslan er vel búin tækjum og vélum og mannshöndin þarf lítið að koma þar að nema til eftirlits og til að mata vélarnar á hráefni. Greinarhöfundur og Grétar ræddu litla stund um breytta tíma í síldarverkun, breytinguna frá þeim tíma að konur stóðu og skáru og söltuðu síld og karlar sáu um  önnur störf í kring. Þá var hægt að spjalla saman og gjarnan kallað hátt þegar það vantaði tunnu eða salt. En nútíminn er annar, nú sinna bæði konur og karlar vélunum og vegna hávaða er ekki hægt að spjalla við vinnuna, “en þetta er samt miklu betra” sagði Grétar “hin aðferðin var miklu erfiðari”.  Nú hefur starfsfólk á höfðinu græjur til þess að hlusta á það sem það kýs og spjallar saman í kaffi- og matartímum.

Grétar áætlar að Loðnuvinnslan muni salta í u.þ.b 17.000 tunnur á þessu ári en  þessi törn mun taka þrjá daga, þá verður hlé á síldarvinnslu þangað til Hoffell kemur aftur að landi með nýjan skammt. Þannig gengur hjólið.

BÓA

Grétar Arnþórsson

Síldin er að koma

Hoffell er á landleið með um 650 tonn af síld. Verður skipið í heimahöfn á Fáskrúðsfirði um kl. 19.00 sunnudaginn 17.nóvember.

Er þetta fyrsti túr Sigurður Bjarnasonar skipstjóra á Hoffelli við veiðar á íslenskri síld. Að því tilefni sló greinarhöfundur á þráðinn til Sigurðar þar sem Hoffell var á siglingu úti fyrir Stokksnesi.  Þegar skipstjórinn var spurður um hvernig túrinn hefði gengið svaraði hann: “Ekkert sérstaklega vel, við lentum í brasi með veiðafærin og þurftum að skipta um troll í miðjum túrnum” og það ku vera nokkuð bras að gera slíkt á hafi úti.  “Svo lentum við í brælum inná á milli svo að þess túr var nokkuð brösóttur” bætti Sigurður við. En það var enginn vonleysis tónn í skipstjóranum, “það fer vel um okkur um borð og skipið er gott, þó svo það hefði mátt ganga betur”.

Síldin er 310 til 340 grömm að þyngd og þykir það meðalfiskur fyrir íslenska stofninn og var aflinn fenginn djúpt vestur af Reykjanesi. Aflinn fer allur til söltunar.

Sigurður reiknar með u.þ.b tveimur dögum í löndun og síðan verður stefnan tekin aftur á miðin og þá er viðbúið að allt muni ganga betur.

BÓA

Sigurður Bjarnason skipstjóri

Hoffell á landleið

Hoffell er nú á landleið með um 650 tonn af íslenskri síld til söltunar og verður byrja að landa úr skipinu í fyrramálið.

Hafrafell SU 65

Línubáturinn Hafrafell SU 65 kom til löndunar í gær með um 15 tonn. Aflanum var landað beint inn í frystihús LVF og unninn samdægurs. Ferskara getur það varla orðið. Báturinn hélt aftur til veiða í nótt eftir stutt löndunar og brælustopp.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í nótt með um 80 tonn af blönduðum afla. Skipið heldur aftur til veiða á morgunn, þriðjudaginn 12. nóvember kl 11:00

OLYMPUS DIGITAL CAMERA