Samkvæmt samantekt Aflafréttir.is eru línubátarnir sem leggja upp hjá Loðnuvinnslunni hf aflahæstir í sínum stærðarflokki yfir landið í desember. Hafrafell endaði í fyrsta sæti með tæp 140 tonn og Sandfell í öðru sæti rúm 131 tonn. Sjá vefslóð: http://www.aflafrettir.is/frettir/grein/batar-yfir-21-bt-i-desnr8/5064

Þess má geta að veður var með verra móti í desember og miklar frátafir.