Hoffell SU
Hoffell er á landleið með 1.650 tonn af kolmunna af miðunum vestur af Írlandi. Um 700 mílna sigling er af miðunum. Túrinn gekk vel, veður var gott og aflinn fékkst á rúmum 3 sólarhringum. Hoffell var eina íslenska skipið sem fór á kolmunnamiðin eftir loðnuvertíðina. Oft tekur alveg fyrir veiði á þessu svæði þegar komið er fram undir 20. mars, og er því frábært að allt gekk svona vel. Með þessum túr hefur Hoffell landað tæpum 6.500 tonnum af kolmunna og er með mestan kolmunnaafla það sem af er. Skipið verður inni eftir miðnætti í kvöld.

Nýtt stálgrindarhús
Austan við fiskmjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar er risið afar reisulegt stálgrindarhús. Hús þetta kemur til með að hafa tvö hlutverk, annars vegar mjölgeymsla þegar setja þarf mjöl í sekki og hins vegar aðstaða fyrir karaþvottavél.
Húsið er 720 fermetrar og eru 10 metrar upp í mæni, með steyptum grunni og steyptum eins meters háum vegg þar sem stálgrindin er fest ofan á.
Sigurður Ingi Ólafsson stálhönnuður hannaði stálgrindina og flutti inn frá Póllandi. Ekki er þetta fyrsta hús Sigurðar hér á Fáskrúðsfirði því hann hannaði einnig frystigeymsluna sem og bygginguna sem hýsir svo kallað hreinsivirki, en þar fer hrognavinnsla fram.
Sigurður hefur hannað byggingar og brýr úr stálgrindum bæði hér heima og erlendis og nægir þar að nefna fallegar göngubrýr í Elliðavogi í Reykjavík.
Elís Eiríksson byggingarverkfræðingur var hönnunarstjóri hússins og hafa Elís og Sigurður unnið saman að allmörgum byggingum. Í spjalli við þá félagana kom fram að aðal vinnan væri fólgin í því að hanna stálgrindinda og allar festingar þannig að allt félli saman líkt og flís við rass og þegar borið var á þá hól fyrir vel unnin störf svaraði Sigurður brosandi: “við erum snillingar”.
Magnús Þórarinsson og Baldur Bragason smiðir höfðu svo veg og vanda af því að reisa húsið á grunninn sem þeir byggðu s.l haust. “4.janúar byrjuðum við svo að reisa húsið og það var búið að loka því í fyrstu viku febrúarmánaðar” sagði Magnús og staðfesti að byggingin væri svo vel hönnuð að leikur einn hefði verið að koma henni upp því allt passaði og engin vandamál komu upp. Starfsmenn fiskmjölsverksmiðjunnar lögðu líka sitt lóð á vogarskálarnar með því að vinna að uppsetningu hússins undir handleiðslu smiðanna Magnúsar og Baldurs. Með samhentu átaki er hægt að koma miklu til leiðar.
Magnús Ásgrímsson er verksmiðjustjóri fiskmjölsverksmiðjunnar og sagði hann að húsið væri kærkomið því að það framleiðslutími á mjöli væri aðallega á veturna og vorin en neyslutími – sölutími, væri á sumrin og haustin þannig að gott og öruggt húsnæði fyrir lagerinn væri nauðsynlegur þar til varan væri afhent kaupendum.
Loðnuvinnslan vinnur sífellt að því að bæta aðstöðu, endurnýja tæki og tól og auka tækni í allri starfsemi og er þessi bygging einn hlekkur í þeirri mikilvægu keðju.
BÓA



Bátar yfir 21 BT í mars. nr.3
Eins og sést á eftirfarandi úttekt Aflafrétta, gengur veiði Sandfells og Hafrafell vel og verma þeir annað og þriðja sæti yfir landaðan afla marsmánaðar.
| Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
| 1 | 3 | Fríða Dagmar ÍS 103 | 97.7 | 8 | 16.6 | Bolungarvík |
| 2 | 5 | Sandfell SU 75 | 96.7 | 10 | 14.9 | Grindavík, Þorlákshöfn |
| 3 | 2 | Hafrafell SU 65 | 89.4 | 11 | 14.9 | Grindavík, Þorlákshöfn |
| 4 | Hamar SH 224 | 82.6 | 3 | 43.8 | Rif | |
| 5 | 1 | Einar Guðnason ÍS 303 | 81.0 | 8 | 14.4 | Suðureyri |
| 6 | 4 | Jónína Brynja ÍS 55 | 79.8 | 8 | 17.9 | Bolungarvík |
| 7 | 11 | Særif SH 25 | 74.6 | 6 | 16.1 | Rif, Bolungarvík |
| 8 | 19 | Patrekur BA 64 | 72.1 | 3 | 32.9 | Patreksfjörður |
| 9 | 8 | Hafdís SK 4 | 70.0 | 5 | 17.8 | Ólafsvík |
| 10 | 16 | Vésteinn GK 88 | 69.0 | 9 | 12.3 | Grindavík |
| 11 | 20 | Auður Vésteins SU 88 | 65.2 | 8 | 11.4 | Grindavík, Sandgerði |
| 12 | 9 | Gísli Súrsson GK 8 | 62.2 | 9 | 12.0 | Grindavík, Sandgerði |
| 13 | 12 | Óli á Stað GK 99 | 61.4 | 8 | 12.4 | Grindavík |
| 14 | 6 | Kristinn HU 812 | 61.0 | 5 | 17.0 | Ólafsvík |
| 15 | 10 | Kristján HF 100 | 58.5 | 8 | 10.3 | Grindavík, Sandgerði |
| 16 | Geirfugl GK 66 | 58.1 | 7 | 15.0 | Grindavík | |
| 17 | 17 | Indriði Kristins BA 751 | 57.0 | 4 | 18.2 | Bolungarvík, Tálknafjörður |
| 18 | 15 | Vigur SF 80 | 53.3 | 7 | 14.4 | Hornafjörður |
| 19 | 7 | Gullhólmi SH 201 | 50.4 | 6 | 12.6 | Rif |
| 20 | 13 | Áki í Brekku SU 760 | 37.3 | 7 | 7.4 | Breiðdalsvík |
| 21 | 21 | Stakkhamar SH 220 | 34.0 | 5 | 10.1 | Rif |
| 22 | 18 | Bíldsey SH 65 | 23.1 | 4 | 9.5 | Rif |
| 23 | 21 | Eskey ÓF 80 | 2.7 | 1 | 2.7 | Akranes |
Heimild, Aflafréttir
Ljósafell SU
Ljósafell kemur inn til Reykjavíkur í kvöld með 105 tonn. Aflinn er 75 tonn þorskur og 30 tonn karfi.
Túrinn var stuttur og gekk mjög vel, en skipið landaði 70 tonnum í Þorlákshöfn á föstudaginn og fór út strax aftur og er núna á landleið.
Núna verður gefið hafnarfrí og skipið fer út aftur á miðvikudagskvöld.
Norderveg
Norderveg kom inn í morgun með 1.400 tonn af kolmunna til bræðslu.
Veiðin var vestan við Írland.
Hoffell SU
Hoffell er á landleið með rúm 1.300 tonn af loðnu til hrognavinnslu.
Aflann fengu þeir vestan við Snæfellsnes í gær og verða þeir á Fáskrúðsfirði um kl. 6 í fyrramálið.
Loðnan er með góðan þroska og hentar vel til hrognatöku.
Ljósafell
Ljósafell landaðii 95 tonnum í dag í Þorlákshöfn. Þetta var stuttur túr, en skipið fór út kl. 13 á fimmtudaginn frá Fáskrúðsfirði.
Aflinn var 45 tonn karfi, 13 tonn þorskur, 30 tonn ufsi, 6 tonn ýsa og annar afli.
Ljósafell fer út frá Þorlákshöfn á morgun.
Hoffell SU
Hoffell á landleið með um 1.100 tonn til hrognavinnslu. Hoffell fékk aflann í gær og verður komið til Fáskrúðsfjarðar í nótt.
Þessi vinnsla er alltaf jafn skemmtileg og verðmætar afurðir sem koma úr þessari vinnslu.
Góður markaður er fyrir hrogn og markaðir tómir.
Ljósafell SU
Ljósafell kom inn í morgun með 95 tonn, þarf af var 65 tonn þorskur 15 tonn karf, 10 tonn ýsa og annar afli.
Sandfell og Hafrafell
Febrúarmánuður var gjöfull hjá Sandfelli og Hafrafelli. Sandfellið landaði um 208 tonnum og Hafrafellið um 203,2 tonnum
Eins og sést á eftirfarandi lista verma þeir þriðja og fimmta sætið yfir aflahæstu línubátana.
| Sæti | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
| 1 | Patrekur BA 64 | 267.6 | 8 | 39.1 | Patreksfjörður |
| 2 | Indriði Kristins BA 751 | 235.4 | 14 | 25.1 | Tálknafjörður, Ólafsvík, Bolungarvík |
| 3 | Sandfell SU 75 | 208.0 | 22 | 18.9 | Djúpivogur, Grindavík, Þorlákshöfn, Sandgerði, Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður |
| 4 | Einar Guðnason ÍS 303 | 203.6 | 19 | 14.2 | Suðureyri |
| 5 | Hafrafell SU 65 | 203.2 | 21 | 19.2 | Djúpivogur, Grindavík, Sandgerði, Þorlákshöfn, Hornafjörður, Stöðvarfjörður |
| 6 | Jónína Brynja ÍS 55 | 200.3 | 20 | 16.4 | Bolungarvík |
| 7 | Fríða Dagmar ÍS 103 | 192.0 | 19 | 15.2 | Bolungarvík |
| 8 | Kristján HF 100 | 182.2 | 17 | 18.5 | Sandgerði, Grindavík, Ólafsvík, Hafnarfjörður |
| 9 | Auður Vésteins SU 88 | 170.6 | 18 | 14.9 | Sandgerði, Grindavík |
| 10 | Kristinn HU 812 | 164.3 | 15 | 16.5 | Arnarstapi, Ólafsvík |
| 11 | Gísli Súrsson GK 8 | 161.8 | 17 | 13.4 | Sandgerði, Þorlákshöfn, Grindavík |
| 12 | Óli á Stað GK 99 | 153.7 | 20 | 19.6 | Sandgerði, Grindavík |
| 13 | Stakkhamar SH 220 | 146.4 | 16 | 13.4 | Rif, Arnarstapi |
| 14 | Vésteinn GK 88 | 141.3 | 16 | 1 |
Aflatölur
Samkvæmt eftirfarandi lista trónir Hoffell SU á toppi listans yfir aflahæstu uppsjávarskipi fyrstu tvo mánuði þessa árs.
Heildarafli skipsins er 5293 tonn og er uppistaða aflans kolmunni, en einungis 470 tonn afland er síld.
| Sæti | Sæti áður | Nafn | Heildarafli | Landanir | Loðna | Síld | Kolmunni | Makríll |
| 1 | 1 | Hoffell SU 80 | 5293 | 4 | 470 | 4815 | ||
| 2 | 2 | Beitir NK | 5049 | 3 | 2025 | 3024 | ||
| 3 | 9 | Polar Amaroq 3865 | 3418 | 5 | 3418 | |||
| 4 | 5 | Börkur NK | 3337 | 2 | 1142 | 2186 | ||
| 5 | 4 | Jón Kjartansson SU Nýi | 3273 | 2 | 1039 | 2234 | ||
| 6 | 3 | Víkingur AK | 3148 | 2 | 894 | 2238 | ||
| 7 | 7 | Aðalsteinn Jónsson SU | 2892 | 2 | 932 | 1942 | ||
| 8 | 6 | Venus NS 150 | 2682 | 2 | 610 | 2043 | ||
| 9 | 8 | Bjarni Ólafsson AK | 2542 | 2 | 781 | 1761 | ||
| 10 | 11 | Hákon EA | 1786 | 2 | 655 | 1129 | ||
| 11 | 17 | Ásgrímur Halldórsson SF | 1598 | 2 | 1598 | |||
| 12 | 15 | Heimaey VE | 1434 | 2 | 1434 | |||
| 13 | 10 | Guðrún Þorkelsdóttir SU | 1180 | 1 | 1180 | |||
| 14 | 18 | Jóna Eðvalds SF | 1160 | 2 | 1160 | |||
| 15 | 16 | Ísleifur VE | 1055 | 2 | 1055 | |||
| 16 | 12 | Sigurður VE | 716 | 2 | 589 | |||
| 17 | 19 | Kap VE | 605 | 2 | 604 | |||
| 18 | 14 | Huginn VE | 397 | 1 | 397 |
Aflabrögð í febrúar
Ágætur afli Ljósafells, Sandfells og Hafrafells í febrúar 945 tonn óslægt.
Ljósafell var með 535 tonn,
Bátarnir með 410 tonn, Sandfell með 207 tonn og Hafrafell með 203 tonn.
Ekki var hægt að róa á bátunum síðustu þrjá daga í febrúar vegna brælu.
Allar aflatölur miðað við óslægt.