Ljósafell kemur inn til Reykjavíkur í kvöld með 105 tonn.  Aflinn er 75 tonn þorskur og 30 tonn karfi.

Túrinn var stuttur og  gekk mjög vel,  en skipið landaði 70 tonnum í Þorlákshöfn á föstudaginn og fór út strax aftur og er núna á landleið.

Núna verður gefið hafnarfrí og skipið fer út aftur á miðvikudagskvöld.