Hoffell er á landleið með rúm 1.300 tonn af loðnu til hrognavinnslu.

Aflann fengu þeir vestan við Snæfellsnes í gær og verða þeir á Fáskrúðsfirði um kl. 6 í fyrramálið.

Loðnan er með góðan þroska og hentar vel til hrognatöku.