Loðnulöndun.
Jóna Eðvalds er á leiðinni á Fáskrúðsfjörð með um 1.300 tonn til hrognatöku.
Skipið verður í fyrramálið.

Mynd: Þorgeir Baldursson.
Hoffell er á landleið með tæp 2.200 tonn af Loðnu.
Hoffell er á landleið með tæp 2.200 tonn af Loðnu og verður annað kvöld á Fáskrúðsfirði. Aflinn fékkst út af Reykjanesi og á Breiðafirði. Um 390 mílur eru frá miðunum á Breiðafirði til Fáskrúðsfjarðar.
Hoffell hefur með þessum túr komið með tæp 8.000 tonn af Loðnu til hrognatöku í 4 veiðiferðum. Skipið fer strax út eftir löndun.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Tróndur í Götu er á landleið með 2.000 tonn.
Tróndur í Götu er á landleið með 2.000 tonn af Loðnu. Hluti aflans fékks sunnar við Snæfellsnes og hluti vestur af Reykjanesi.
Við Reykjanes var komin seinni ganga að austan og var ágætis veiði þar í gær og í dag.

Mynd: Loðnuvinnslan.
Hoffell kom inn í gær med tæp 2.000 af Loðnu.
Hoffell kom inn í gær med 2.000 tonn af loðnu til hrognatöku.. Aflinn fékkst sunnan við Snæfellsnes.
Skipið fer út í nótt eftir löndun.

Mynd: Valgeir Mar Guðmundsson.
Högaberg er á landleið með 1.600 tonn.
Högaberg er á landleið með 1.600 tonn og verður annað kvöld.
Aflinn fékkst við Snæfellsnes og vestan við Reykjanes.
Götunes kom í nótt með 1.600 tonn.
Götunes kom í nótt með 1.600 tonn af Loðnu til hrognatöku.
Túrinn gekk mjög vel og fékk báturinn aflann á einum degi.

Finnur Fridi kemur í nótt með um 1.500 tonn af Loðnu.
Færeyska uppsjávarskipið Finnur Fríði kemur í nótt með um 1.500 tonn af Loðnu til hrognatöku.
Loðnan er núna að nálgast Snæfellsnes og siglingin aðeins að lengast.

Mynd: tekin 11. mars 2022, þegar Finnur Fríði landaði 1.000 tonnum af Loðnu til hrognatoku.
Ljósafell kom inn í nótt með 65 tonn.
Ljósafell kom inn í nótt með 65 tonn af blönduðum afla. Aflinn var 33 tonn Karfi, 18 tonn Ufsi, 5 tonn Þorskur, 5 tonn Ýsa og annar afli.
Tröndur í Götu, Hoffell og Högaberg á landleið og koma í kvöld.
Tröndur kemur með 1.200 tonn, Hoffell með tæp 2.000 tonn og Högaberg með rúm 1.600 tonn. Götunes er undir í löndun og fer út í kvöld, Finnur Friði kláraði að landa fór út í gærkvöldi. Mikið er að gera í hrognatöku næstu daga hjá Loðnuvinnslunni.
Götunes verður í kvöld með 1.200 tonn af Loðnu
Götunes verður í kvöld með 1.200 tonn af Loðnu til hrognatöku.
Aflinn er fenginn 20 mílur norðan við Reykjanes.
Sandfell og Hafrafell með góðan mánuð.
Sandfell endaði í öðru sæti með 221 tonn og Hafrafell í fjórða sæti með 200 tonn, Heildarafli bátanna í febrúar var því um 421 tonn.
Sæti | áður | Nafn | Heildarafli | Róðrar | Mesti afli | Höfn |
1 | 1 | Indriði Kristins BA 751 | 228.9 | 17 | 23.2 | Bolungarvík, Tálknafjörður |
2 | 2 | Sandfell SU 75 | 221.2 | 16 | 18.5 | Djúpivogur, Stöðvarfjörður, Hornafjörður |
3 | 7 | Tryggvi Eðvarðs SH 2 | 211.3 | 12 | 27.3 | Ólafsvík |
4 | 4 | Hafrafell SU 65 | 200.4 | 18 | 25.9 | Djúpivogur, Stöðvarfjörður, Neskaupstaður, Hornafjörður |
5 | 5 | Kristinn HU 812 | 192.8 | 13 | 21.6 | Ólafsvík |
6 | 3 | Einar Guðnason ÍS 303 | 192.4 | 10 | 21.1 | Flateyri, Suðureyri |
7 | 6 | Auður Vésteins SU 88 | 163.2 | 17 | 19.5 | Grindavík, Stöðvarfjörður, Eskifjörður, Neskaupstaður, Djúpivogur, Þorlákshöfn |
8 | 10 | Jónína Brynja ÍS 55 | 154.5 | 17 | 16.7 | Bolungarvík |
9 | 8 | Gísli Súrsson GK 8 | 148.1 | 11 | 21.1 | Grindavík, Ólafsvík |
10 | 9 | Fríða Dagmar ÍS 103 | 143.0 | 18 | 14.7 | Bolungarvík |
11 | 11 | Gullhólmi SH 201 | 121.4 | 9 | 19.4 | Rif |
12 | 14 | Stakkhamar SH 220 | 120.0 | 10 | 19.1 | Rif |
13 | 13 | Öðlingur SU 19 | 116.3 | 10 | 17.8 | Djúpivogur |
14 | 16 | Kristján HF 100 | 114.8 | 7 | 22.7 | Hafnarfjörður, Sandgerði, Rif |
15 | 15 | Vigur SF 80 | 114.7 | 9 | 23.3 | Djúpivogur, Hornafjörður |
16 | 20 | Óli á Stað GK 99 | 114.4 | 11 | 20.1 | Sandgerði, Grindavík |
17 | 12 | Háey I ÞH 295 | 106.3 | 11 | 22.4 | Húsavík, Siglufjörður |
18 | 21 | Vésteinn GK 88 | 86.5 | 7 | 18.7 | Grindavík |
19 | 18 | Bíldsey SH 65 | 84.5 | 6 | 17.8 | Rif |
20 | 19 | Sævík GK 757 | 78.6 | 6 | 19.8 | Grindavík |
21 | 17 | Særif SH 25 | 73.7 | 4 | 33.9 | Rif |
22 | 22 | Dúddi Gísla GK | 40.2 | 4 | 17.0 |
Finnur Fridi kemur í kvöld með 1.400 tonn.
Finnur Fridi kemur í kvöld með 1.400 tonn af loðnu. Loðna fer í hrognatöku.
Loðnan er veidd vestan við Reykjanes og eru 300 mílur af miðunum til Fáskrúðsfjarðar.