Síldarlöndun

Júpiter ÞH 61 landaði í dag 363 tonnum af síld og fóru 224 tonn í manneldisvinnslu. Síldin veiddist á Glettinganesgrunni.

Síldarlöndun

Víkingur AK 100 landaði í gær 404 tonnum af síld hjá LVF. Síldin veiddist á Vopnafjarðargrunni og var hún nokkuð stærri en sú sem áður hefur veiðst í haust, því til manneldisvinnslu flokkuðust 243 tonn eða 60%.

Síldarlandanir

Í gær lönduðu tveir bátar síld hjá LVF. Víkingur AK 100 235 tonnum og Ísleifur VE 63 212 tonnum. Síldin var smá, en um helmingur hennar fór þó til manneldisvinnslu.

Ingunn AK 150

Ingunn AK 150 landaði í dag hjá LVF 706 tonnum af kolmunna. Skipið varð að hætta veiðum og taka Faxa RE í tog vegna vélarbilunar og draga hann fyrst inn til Eskifjarðar.

Kolmunni

Faxi RE 9 landaði í gær 211 tonnum af kolmunna hjá LVF. Skipið kom hér inn með rifið troll. LVF hefur nú tekið á móti um 70.000 tonnum af kolmunna það sem af er árinu og samtals hafa borist til verksmiðjunnar um 110 þús. tonn af hráefni...

Skipakomur

Ingunn AK 150 landaði 1591 tonni af kolmunna í bræðslu þann 3. október og Svanur RE 45 landaði 108 tonnum 2. október.