Síldarlöndun

Víkingur AK 100 er á leið til Fáskrúðsfjarðar með um 350 tonn af síld, sem veiddist á Glettinganesgrunni. Von er á skipinu um hádegi.

Meiri síld

Víkingur AK 100 er væntanlegur til Fáskrúðsfjarðar í dag kl. 14.00 með um 400 tonn af síld. Síldin veiddist á Vopnafjarðargrunni.

Síldarlandanir

Í gær landaði Júpiter ÞH 61 hjá LVF 446 tonnum af síld og í dag er verið að landa úr Víkingi AK 100 um 500 tonnum. Síldin, sem veiddist á Vopnafjarðargrunni, er smá og fer því töluvert af henni í bræðslu.

Síldarlandanir

Í dag lönduðu tveir bátar síld sem veiddist á Glettinganesgrunni. Það voru Júpiter ÞH 61 sem landaði 223 tonnum og Víkingur AK 100 sem var með 456 tonn. Síðustu daga hefur verið unnið við síldina á vöktum og vantað hefur fólk til starfa.

Annríki hjá LVF

Mikið hefur verið um síldarlandanir undanfarna daga á Fáskrúðsfirði og því mikið annríki hjá starfsfólki LVF. Síldin sem flökuð hefur verið er bæði unnin í saltflök og bita, og einnig hafa flökin verið fryst. Þá hefur síldin verið söltuð bæði heil og hausskorin. Í dag...

Síldarlöndun

Júpiter ÞH 61 landaði í dag 363 tonnum af síld og fóru 224 tonn í manneldisvinnslu. Síldin veiddist á Glettinganesgrunni.