Jólakveðja

Loðnuvinnslan h/f óskar starfsfólki sínu, hluthöfum, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Kolmunnalöndun

Færeyska skipið Hallarklettur TN 1161 er að landa um 700 tonnum af kolmunna á Fáskrúðsfirði og hefur Loðnuvinnslan h/f þá tekið á móti 77.000 tonnum af kolmunna á árinu.

Síldarlöndun

Víkingur AK kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 250 tonn af síld.

Kolmunnalöndun

Ingunn AK kom til Fáskrúðsfjarðar kl. 11.30 með um 1800 tonn af kolmunna, sem skipið fékk í færeyskri lögsögu. Með þessum afla hefur LVF tekið á móti 76.000 tonnum af kolmunna á árinu.

Síldarlöndun

Víkingur AK kom með 300 tonn af síld til Fáskrúðsfjarðar í morgun. Síldin veiddist á Stokksnesgrunni.

Helgarferð starfsfólks LVF

Seinni partinn í dag heldur um 100 manna hópur frá LVF af stað í helgarferð til Akureyrar. Farið verður á tveimur rútum frá Austfjarðaleið og gist á Hótel KEA í tvær nætur. Það er Starfsmannafélag LVF sem að stendur fyrir ferðinni með tilstyrk frá LVF og fleiri...