02.03.2004
Færeyska skipið Krunborg er að landa um 2400 tonnum af loðnu hjá LVF. Jupiter færeyski kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 1500 tonn af loðnu og bíður löndunar.
02.03.2004
Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f verður haldinn á Hótel Bjargi föstudaginn 26. mars kl.18.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og heimild til LVF um að eignast eigin hlutabréf eins og lög kveða á um.
28.02.2004
Líflegt er við höfnina á Fáskrúðsfirði í dag. Verið er að landa um 1500 tonnum af loðnu úr Vilhelm Þorsteinssyn EA 10, en einnig var landað úr skipinu frosinni loðnu, sem fór um borð í flutningaskip í morgun. Þá bíða tvö færeysk skip löndunar á loðnu, Krunborg með um...
27.02.2004
Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar um kl. 20.00 í gærkveldi með um 2470 tonn af kolmunna úr fjórðu veiðiferð sinni. Skipið landaði fullfermni á Fáskrúðsfirði 16. febrúar s.l.
24.02.2004
Hagnaður LVF 129 milljónir króna. Hagnaður Loðnuvinnslunnar h/f á Fáskrúðsfirði árið 2003 nam kr. 129 millj. eftir skatta, en árið 2002 var hagnaður LVF kr. 295 millj. Í samanburði á afkomunni á milli ára munar mest um að fjármagnsliðir eru nú kr. 135 millj....
19.02.2004
Hinn 17. febrúar s.l. afhenti Ævar Agnarsson frá Iceland Seafood Corporation, USA, nokkrum fyrirtækjum í sjávarútvegi viðurkenningarskjöld fyrir framúrskarandi gæði framleiðslu sinnar árið 2003 fyrir Bandaríkjamarkað. Þau fyrirtæki sem viðurkenningu hlutu voru auk...