Í dag er verið að kreista loðnuhrogn úr farmi Hoffells. Að mati kaupanda frá Japan, sem staddur er á Fáskrúðsfirði, eru hrognin orðin nógu þroskuð til framleiðslu fyrir Japansmarkað. Byrjað verður að frysta hrognin í fyrramálið, en í dag er verið að frysta loðnu á markaði í Austur-Evrópu.