Nú er verið að ganga frá sölu útgerðarfélagsins Festar hf til þriggja aðila. Loðnuvinnslan hf kaupir 0,5% loðnukvótans, Grandi hf 1,5% og Skinney-Þinganes hf annað af eignum Festar m.a. nótaskipin Örn og Þórshamar og fiskimjölsverksmiðjuna Gautavík á Djúpavogi. Eftir kaupin er LVF með 1,5% loðnukvótans.