Hinn 12. mars lestaði Havtank 1126 tonn af lýsi sem selt er á Bretlandsmarkað. Í gær lestaði Barbara 1000 tonn af fiskimjöli, sem einnig fer til Bretlands. N.k. fimmtudag 18. mars er væntanlegt til Fáskrúðsfjarðar flutningaskipið Atlas og mun lesta um 700 tonn af fiskimjöli sem fer til Danmerkur.