Hoffell kom inn til löndunar í morgun með fullfermi og er verið að kreista hrogn úr farminum. Aflinn fékkst að mestu í einu kasti og tók Hoffell í kringum 1150 tonn og gaf síðan Norðborg frá Færeyjum um það bil 350 tonn. 1500 tonn í einu kasti er sennilega með því mesta sem hægt er að taka í loðnunót og væri ekki gert nema við góðar aðstæður. Norðborg kemur svo seinni partinn í dag með 2300 tonn til Fáskrúðsfjarðar.