19.03.2010
Norska skipið Akeröy kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkveldi með um 1200 tonn af loðnu úr Barentshafi. Loðnan er kreist og eru hrognin fryst hjá LVF. Í morgun lagðist svo Norderveg að bryggju á Fáskrúðsfirði með um 1050 tonn af Barentshafsloðnu og bíður...
17.03.2010
S.l. mánudag kom til Fáskrúðsfjarðar norska skipið Staaloy (áður Libas) með um 1200 tonn af loðnu sem veidd var í Barentshafi. Loðnan var kreist og voru hrognin fryst hjá LVF. Þetta mun vera fyrsti loðnufarmurinn úr Barentshafi sem kemur til Íslands og unnin eru úr...
09.03.2010
Sameiginlegur fundur Innri- og Ytri-deildar Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í kaffistofu frystihússins þriðjudaginn 6. apríl n.k. kl. 20.00. Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í Félagsheimilinu Skrúði föstudaginn 9. apríl n.k. kl. 17.30....
04.03.2010
Færeyska skipið Finnur Fríði landaði í gær um 700 tonnum af loðnu hjá LVF. Finnur landaði einnig liðlega 1200 tonnum hjá LVF 24. febrúar s.l. Loðnan var kreist og fóru hrognin í frystingu.
15.02.2010
Í gær lönduðu tveir norskir bátar kolmunna á Fáskrúðsfirði. Það voru skipin Norderveg sem landaði um 1550 tonnum og Libas sem var með um 840 tonn. Þetta er fyrsti kolmunninn sem berst til Loðnuvinnslunnar hf á þessu ári.
07.02.2010
Í nótt kom norska skipið Smaragd til Fáskrúðsfjarðar með 900 tonn af loðnu, sem unnin verður hjá LVF.