Í gær lönduðu tveir norskir bátar kolmunna á Fáskrúðsfirði. Það voru skipin Norderveg sem landaði um 1550 tonnum og Libas sem var með um 840 tonn. Þetta er fyrsti kolmunninn sem berst til Loðnuvinnslunnar hf á þessu ári.