08.12.2007
Þetta er vikan sem skipið átti að afhendast og endurbyggingu að ljúka, en það hefur ekki tekist og er Alkor shiprepairyard búið að boða tafir á afhendingu Ljósafellsins fram í miðjan janúar. Í vikunni voru settar upp nýjar togblakkir á skipið af gerðinni Habru og eru...
01.12.2007
Lokið var við sandblástur á Ljósafellinu í vikunni með því að pokagálginn og afturskipið voru blásin. Búið er að mála svæðið með tveim umferðum af grunn, en yfirmálun eftir. Í vikunni var einnig byrjað að leggja lagnir fyrir nýtt og umhverfisvænt slökkvikerfi...
24.11.2007
Í þessari viku var togvindunum komið fyrir um borð eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Nýr skutrennuloki var einnig settur um borð og er verið að mála hann og koma fyrir í nýja skutrennuvasanum. Búið er að mála brúna að utan, en rafvirkjar eru að tengja kapla til að...
23.11.2007
Mánudaginn 19. nóv. s.l. hófst endurbygging verslunarhússins Tanga á Fáskrúðsfirði sem byggt var af Carli D. Tulinius (1835-1905) kaupmanni á Eskifirði árið 1895. Suttu síðar keypti sonur hans Þórarinn E. Tulinius (1860-1932) verslanir föður síns, stofnaði Hinar...
17.11.2007
Búið er að taka út undirstöður fyrir öll spil og samþykkja af Lloyds. Niðursetning á vindum er því hafin og eru nýja gilsavindan og nýju pokavindurnar komnar á sinn stað. Einnig er byrjað að flytja bb togvinduna á sinn stað. Neðan dekks er verið að vinna í festingum...
10.11.2007
Stál og suðuvinna hefur gengið vel þessa viku og eru spilundirstöður að verða tilbúnar, auk þess er unnið að styrkingum á dekki ofl. Endurnýjun á sjólögnum í vél gengur sömuleiðis þokkalega. Sandblæstri er að mestu lokið, en í vikunni var lest, dekkhúsin, borðsalur og...