Í þessari viku var togvindunum komið fyrir um borð eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Nýr skutrennuloki var einnig settur um borð og er verið að mála hann og koma fyrir í nýja skutrennuvasanum. Búið er að mála brúna að utan, en rafvirkjar eru að tengja kapla til að koma siglingaljósum á skipið. Einnig er byrjað á vinnu við að skipta um brúargluggana. Rafvirkjar vinna við að tengja rafal við rafmagnstöflur. Byrjað er að leggja loftræstistokka í nýja borðsalinn, en þar er einnig byrjað að steypa í gólf með flotsteypu.