Búið er að taka út undirstöður fyrir öll spil og samþykkja af Lloyds. Niðursetning á vindum er því hafin og eru nýja gilsavindan og nýju pokavindurnar komnar á sinn stað. Einnig er byrjað að flytja bb togvinduna á sinn stað. Neðan dekks er verið að vinna í festingum fyrir einangrun og klæðningu. Einnig er verið að setja upp ný þil á nokkrum stöðum. Lagnavinna víða í gangi. Toggálginn hífður aftur á skipið eftir hækkun um 30 cm og smíði á nýjum blakkarfestingum. Einnig voru gerðar ýmsar endurbætur á honum vegna tæringaskemmda. Málningarvinna víða í gangi, brúin að utan, bátsmannsgeymsla og öll þil á millidekki, eldhúsi og borðsal ryðvarin. Á myndinni má sjá þreyttan yfirvélstjóra eftir að hafa komið bb pokavindunni á sinn stað.