Ljósafell

Ljósafell

Ljósafell hefur verið að veiðum fyrir vestan land og landaði í gærkveldi 20 ágúst 52 tonnum sem fóru á fiskmarkað. Skipið landaði einnig í Grundarfirði 17 ágúst um 100 tonnum.
Nýir lyftarar LVF

Nýir lyftarar LVF

Á föstudaginn sl. var skrifað undir samning við Íslyft í Kópavogi á nýjum lyfturum. Samtals voru keyptir 5 rafmagnslyftarar og 4 dísellyftarar og hluti af samningi var að Íslyft keypti 10 eldri lyftara af Loðnuvinnslunni. Á myndinni er fv. Ingimar Óskarsson, Þorri...
Silver Copenhagen tekur 1.000 tonn

Silver Copenhagen tekur 1.000 tonn

Það er verið að hlaða Silver Copenhagen í dag, áætlað magn er 150 tonn loðnuhrogn og 850 tonn makríll. Farmurinn fer til Austur-Evrópu.

Hoffell

Hoffell kom kl 6:00 í morgunn með um 1.360 tonn af kolmunna. Með því er skipið búið að fiska fyrir 1,5 milljarð frá því að skipið hóf veiðar í júlí í fyrra, sem er nokkuð umfram fyrstu áætlanir. Skipið heldur aftur til veiða á...

80.000 tonn

Þegar Hoffellið landaði síðast 17.júní náði fyrirtækið þeim áfanga að hafa tekið á móti 80.000 tonnum af uppsjávarfiski til manneldisvinnslu og bræðslu frá áramótum. Í tilefni þess var boðið upp á köku í frystihúsi og í fiskimjölsverksmiðju...
LVF styrkir

LVF styrkir

Á aðalfundinum voru veittir styrkir til góðra málefna. Guðbjörg Steinsdóttir tók á móti styrk fyrir hönd Áhugamannahóps um Franska daga kr. 600.000. Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir tók á móti styrk fyrir hönd Fáskrúðsfjarðarkirkju í tilefni 100 ára afmæli kirkjunnar...