Fréttir
Hoffell á landleið
Hoffell lagði af stað heim frá Rockall hafsvæðinu með fullfermi af kolmunna í nótt. Siglingin er um 800 sjómílur og er skipið væntanlegt á föstudagskvöld.
Línubátar í Febrúar
Línubátarnir sem leggja upp hjá Frystihúsi LVF fiskuðu vel í Febrúar, það er að segja þegar veður leyfði. Sandfell endaði í 238 tonnum í mánuðinum og Hafrafell í 181 tonni. Hafrafellið tafðist einnig frá veiðum í nokkra daga vegna...
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa í Reykjavík. Aflinn er um 100 tonn og verður að mestu trukkað austur til vinnslu í Frystihús LVF. Áhöfnin tekur nú hafnarfrí og fer skipið aftur til fiskveiða á fimmtudagskvöld 5. mars.
Út í bæ á öskudaginn
Skrifstofa Loðnuvinnslunnar fékk góðar heimsóknir í morgun, þangað mættu hópar af börnum og sungu af hjartans list. Ástæðan fyrir komunni, söngnum og búningunum sem sjá má á meðfylgjandi mynd, er sú að í dag er öskudagur. Öskudagur á sér langa sögu, svo langa að...
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 1.630 tonnum af kolmunna sem veiddist vestan við Írland á alþjóðlegu svæði sem venjulega er kallað Rockall-hafsvæðið. Túrinn einkenndist af erfiðum veðuraðstæðum, en veiðin góð þegar tækifæri gafst. Skipið heldur aftur til sömu veiða kl 09:00...
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa í Reykjavík. Aflinn er um 100 tonn, og uppistaðan þorskur, þ.e. 60 tonn. Vösk sveit bílstjóra undir forustu Siggeirs ( Geira kúl ) sér um að trukka aflanum austur til vinnslu í Frystihús LVF. Skipið heldur aftur til veiða í kvöld kl...
Sendu okkur línu
Finnurðu ekki uppýsingarnar sem þú ert að leita að?
Ekki hika við að hafa samband við okkur.
Hvar eru skipin?
Skoðaðu hvar skipin okkar eru stödd.
Loðnuvinnslan hf
Skólavegur 59
750 Fáskrúðsfjörður
kt. 581201-2650
