Hoffell er nú að landa um 1.630 tonnum af kolmunna sem veiddist vestan við Írland á alþjóðlegu svæði sem venjulega er kallað Rockall-hafsvæðið. Túrinn einkenndist af erfiðum veðuraðstæðum, en veiðin góð þegar tækifæri gafst. Skipið heldur aftur til sömu veiða kl 09:00 í fyrramálið, fimmtudaginn 27. febrúar.