Línubátarnir sem leggja upp hjá Frystihúsi LVF fiskuðu vel í Febrúar, það er að segja þegar veður leyfði. Sandfell endaði í 238 tonnum í mánuðinum og Hafrafell í 181 tonni. Hafrafellið tafðist einnig frá veiðum í nokkra daga vegna vélarbilunar.