Útgerð

Þá hafa skipin klárað stoppin vegna Bæjarhátíðar og lagði Hoffell af stað til makrílveiða í gærkvöld og Ljósafell heldur til veiða í kvöld (27. júl) kl 20:00. Sandfell er farið norður fyrir land og mun áhöfnin einbeita sér að ýsuveiðum og landar á markaði á Skagaströnd á næstunni.

Ljósafell

Ljósafell landaði þann 18. júlí sl. 80 tonnum og síðan í dag 20. júlí 50 tonnum. Aflinn var að mestu ufsi og þorskur.

Hoffell

Hoffell kom í dag með um 200 tonn af makríl. Skipið var að veiðum við Grænland.

Sandfell

Sandfell landaði í dag á Neskaupstað 10 tonnum af þorski og ýsu.

Báturinn hefur þá fengið 110 tonn af fiski það sem af er júlí.

Ljósafell

Ljósafell landaði á Eskifirði í dag 90 tonnum eftir tæpa 2 sólarhringa á veiðum. Aflinn var blandaður þorskur, ýsa, ufsi og karfi.

Hoffell

Hoffell landaði í gær 340 tonnum af makríl af Íslandsmiðum.

Ljósafell

Ljósafell er í landi með um 105 tonn af blönduðum afla. Skipið fer aftur til veiða á morgunn, þriðjudag 12. júlí kl 13:00

Hoffell

Hoffell er að landa um 245 tonnum af makríl sem fékkst í Grænlenskri lögsögu. Skipið heldur strax aftur til veiða að löndun lokinni.

Sandfell

Sandfell er á landleið með um 10 tonn. Aflinn er að mestu grálúða (6 tonn) sem fer á markað. Í síðustu róðrum hefur aflinn verið 5-7 tonn, en bátinum hefur að mestu verið beint í ýsu, og nú grálúðu.

Ljósafell

Ljósafell er á landleið með um 60 tonn af blönduðum afla. Skipið fer aftur út að löndun lokinni.

Hoffell

Hoffell er á landleið með fyrsta makríl sumarsins. Aflinn er um 250 tonn. Brottför að löndun lokinni.

Sandfell

Sandfell landaði 6,5 tonnum á Stöðvarfirði í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema að túrinn skilaði bátinum yfir 1.000 tonn frá því að hann kom á Fáskrúðsfjörð í febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var áhöfninni færð kaka og óskum við þeim Rabba og Erni og áhöfnum til hamingju með áfangann.