Sandfell landaði 6,5 tonnum á Stöðvarfirði í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema að túrinn skilaði bátinum yfir 1.000 tonn frá því að hann kom á Fáskrúðsfjörð í febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var áhöfninni færð kaka og óskum við þeim Rabba og Erni og áhöfnum til hamingju með áfangann.