Þá hafa skipin klárað stoppin vegna Bæjarhátíðar og lagði Hoffell af stað til makrílveiða í gærkvöld og Ljósafell heldur til veiða í kvöld (27. júl) kl 20:00. Sandfell er farið norður fyrir land og mun áhöfnin einbeita sér að ýsuveiðum og landar á markaði á Skagaströnd á næstunni.