Hoffell
Ljósafell
Ljósafell
Sandfell með 4000 tonn
Sandfellið kom að landi í dag með 10 tonn og þar með er heildarafli Sandfellsins, undir eignarhaldi Loðnuvinnslunnar, kominn í 4000 tonn. Loðnuvinnslan festi kaup á Sandfellinu og hóf útgerð á því í gegn um dótturfyrirtækið Hjálmar, þann 6. Febrúar 2016. Vel hefur gengið að afla hjá Sandfellinu og þrátt fyrir tveggja mánaða verkfalla sjómanna í síðasta ári er aflinn kominn í 4000 tonn. Örn Rafnsson skipstjóri á Sandfellinu var inntur eftir því hverju hann þakkaði þetta góða gengi og svaraði hann því til að það væru nokkrir samverkandi þættir; gott skipulag, góð útgerð, góð kvótastaða og góður fastur mannskapur um borð. Og svo bætti hann því við að það þyrfti aldrei að stoppa því á Sandfellinu eru tvær áhafnir sem róa í tvær vikur í senn. Þegar Örn var spurður að því hvort að það hefði verið markmið að fiska í kring um 2000 tonn á ári sagði hann: „markmiðið er alltaf að gera eins vel og hægt er“.
Aflinn sem Sandfell kom með að landi í dag er að megin uppistöðu þorskur sem fer til vinnslu í frystihúsi Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.
Að lokum er full ástæða til þess að óska áhafnarmeðlimun á Sandfellinu innilega til hamingju með áfangann og óska þeim áframhaldandi velgengni.
BÓA
Fyrsti túr ársins hjá Hoffellinu
Yfir jól og áramót var Hoffell Su 80 í vélarupptekt í Hafnarfirði. Þeirri viðhaldsvinnu var lokið á dögunum og fór þá Hoffellið beint til síldveiða á Faxaflóadýpi. Þessi fyrsti túr ársins hjá Hoffellinu gekk vel því eftir sólarhring á veiðum var aflinn kominn í 500 tonn og tímabært að leggja af stað til heimahafnar á Fáskrúðsfirði þar sem síldin fer öll til söltunnar. Bergur Einarsson skipstjóri sagði síldina vera fallega og væna og aðspurður sagði Bergur einnig að veðrið hefði verið gott og túrinn hefði gengið snuðrulaust fyrir sig. Að lokinni löndun fer Hoffellið aftur til veiða á síld.
BÓA
Ljósafell
Ljósafell
Fengu dauðan hval í trollið
Nú þegar lægðirnar koma hver á eftir annarri með tilheyrandi veðrum, vindum og úrkomu og sjórinn við strendur og firði er úfinn og grár, verður manni hugsað til sjómanna á hafi úti. Það er ekki alltaf dans á rósum að vera sjómaður við Íslandsstrendur.
Ljósafell landaði 100 tonnum mánudaginn 8.janúar s.l og hélt síðan til veiða s.l þriðjudag í nokkuð vondu veðri og sagði Hjálmar að siglingin á miðin í Lónsdýpinu hefði tekið átta klukkustundir í stað sex vegna veðursins. „En veðrið var svo gengið niður þegar við komum á miðin svo að veiðin gekk nokkuð vel“ sagði Hjálmar.
Ljósafell svo kom til hafnar á Fáskrúðsfirði aðfaranótt 12.janúar með u.þ.b. 50 tonn af blönduðum afla, 20 tonn af karfa, u.þ.b 20 tonn af þorski og 10 tonn af ýsu og ufsa. Er þeim afla landað í dag. Aðspurður sagði Hjálmar Sigurjónsson skipstjóri að veðrið hefði verið „leiðinlegt“ á heimleiðinni.
Það bar það til tíðinda í þessum túr Ljósafells að þeir fengu hræ af hval í trollið. „Lyktin var alveg hræðileg“ sagði Hjálmar, „þeir sem köstuðu upp yfir borðstokkinn gerðu það ekki vegna veðurs og sjóveiki heldur vegna fnyksins af hval-hræinu“ bætti Hjálmar við brosandi. Ljósafells menn náðu að aðskilja hræið frá aflanum og skila því aftur í hafið þar sem það flaut á yfirborðinu og varð að veisluborði fyrir fuglana.
BÓA
Hoffell
Útskipun á lýsi
Ljósafell
Alberta löndunarstjóri
Alda Alberta Guðjónsdóttir er fædd á Fáskrúðsfirði árið 1963. Nánar tiltekið í húsi sem bar nafnið Sólbakki og stóð við Búðaveg en allmörg ár eru síðan það var rifið. Alberta er næst elst fimm systkina og æskunni eyddi hún milli falls og fjöru hér í Fáskrúðsfirði. Hún kvaðst hafa verið nokkuð uppátækjasamur krakki og hafi fengið margar góðar hugmyndir eins og krakka er siður, sem síðar hafi komið í ljós að voru ekki endilega svo góðar. Sem dæmi má nefna að þegar Grunnskólinn var í byggingu og búið var að steypa þakplötuna þótti einhverjum krökkum, og Albertu þar á meðal, það góð hugmynd að fara uppá þakið og skauta því þar var afbragðsgott svell til þeirrar iðkunnar. Alberta var u.þ.b fimm ára gömul þegar hún flutti í hús við Skólaveg sem foreldrar hennar byggðu og bjó í því þar til hún fór að búa sjálf. Það hús geymir allar hennar æskuminingar. „Lífið var pínu öðruvísi þá“ sagði hún, „það var svo mikið frelsi og maður var úti að leika heilu og hálfu dagana“.
Árið 1984 kom ungur maður hér til vegavinnu. Í þá daga var bíó í Skrúði, kvöldbíó á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum auk barnasýningar um miðjan dag á sunnudögum. Á einni slíkri bíósýningu kynntist Alberta vegavinnumanninum Herði og hafa þau deilt kjörum síðan. Þau eiga þrjá syngi og þrjú barnabörn. Hörður er Borgnesingur og því lá það beint við að spyrja Albertu hvort að aldrei hafi komið til greina að flytja þangað? „Nei“ sagði hún, „það kom aldrei til tals, hann flutti hingað og hér höfum við verið síðan og aldrei dottið í huga að fara eitthvað annað“.
Aðspurð um áhugamál svarar Alberta því til að það sé að ferðast. „ég elska að fara á nýja staði og skoða eitthvað nýtt“ og sannarlega hafa þau hjónin ferðast. Þau hafa skilið fótspor sín eftir um Evrópu þvera og endilanga og þá hafa þau líka farið til Dubai og Óman. „Mér finnst svo gaman að skoða kirkjur, ég skoða allar kirkjur sem á vegi mínum verða þegar ég ferðast“ segir hún brosandi. Og þegar hún er innt eftir því hver sé eftirminnilegust nefir hún um hæl kirkju heilags Páls í Valetta á Möltu. Kirkja þessi þykir um margt merkileg, byggð á árunum 1573-77 og er meistaraverk byggingameistara Mölturiddaranna. Inní kirkjunni getur að líta kistur tólf stórriddara auk margra þekktra listaverka. En svona dags daglega unir hún sér vel heima við hugsa um heimilið og elda mat. „Mér finnst mjög gaman að elda“ segir hún með áherslu. Og þegar talið berst að heimilishaldi þá förum við að spjalla um sérviskur sem margir búa við bæði af eigin hendi og þeirra sem tilheyra heimilishaldinu. „Ég er mjög ákveðin í því að raða beri í uppþvottavélina á ákveðin hátt, ef það er ekki gert tek ég allt úr og raða uppá nýtt“ upplýsir Alberta og brosir.
Alberta vann í frystihúsinu á unglingsárum en fór síðan til starfa í Kaupfélaginu og starfaði þar við verslunarstörf alveg þangað til Kaupfélagið hætti að reka versun. Árið 2005 réð hún sig svo til starfa í Bræðslunni og starfar þar enn. Hún var í upphafi almennur starfsmaður en um leið fyrsta konan sem ráðin var á vaktir. Síðar varð hún löndunarstjóri og sinnir því starfi enn. En hvað felst í því að vera löndunarstjóri? „Ég sé um alla viktun á aflanum, fylgist með því að allt sé eins og það á að vera í þeim efnum“. Núna starfa í Bræðsunni þrjár konur í ólíkum störfum. Ein á rannsóknarstofunni, ein í ræstingum og svo Alberta löndunarstjóri. Hvernig er að vinna á vinnustað þar sem karlmenn eru í miklum meirihluta? „Það er mjög gott, þetta eru frábærir vinnufélagar, bæði bóngóðir og hjálpsamir. Ég gæti ekki sinnt mínu starfi án þeirra hjálpar. Sumt af því sem tilheyrir starfinu er erfitt og þarfnast aflrauna sem ég bý ekki yfir og þá hjálpa þeir mér. Þeir eru frábærir“ segir Alberta og greinarhöfundur les það úr svip hennar að hún meinar hvert orð. „Þetta er skemmtilegur vinnustaður og vinnan er líka skemmtileg þó svo að hún sé líka stundum erfið, mikil viðvera og langar tarnir oft“ bætir hún við.
Á vinnustað eins og þeim sem Alberta vinnur á er ákveðinn kjarni starfsmanna en svo bætist gjarnan í hópinn þegar miklar vinnutarnir eru. Og þegar margt er um manninn og mikið líf í kring þá hljóta að verða til skemmtileg atvik og greinarhöfundur fékk Albertu til að segja frá einu slíku: „Eitt sinn var ungur maður að vinna með mér sem var með útvarp í heyrnahlífunum sínum (Peltor). Svo kláruðust rafhlöðurnar og hann bað um leyfi til að fara inn og sækja nýjar sem hann fékk auðvitað. Svo leið og beið og aldrei kom drengurinn til baka þar til að lokum ég fór á eftir honum til að kanna hvað það væri sem tefði hann svona mikið. Ertu ekki að koma? spurði ég, Jú, svaraði drengurinn, en ég finn bara plús rafhöðurnar, ég finn ekki mínus rafhlöður“.
Úr útvarpinu bárust ljúfir tónar frá hljómsveitinni Eagles, kertin loguðu í fallega aðvenutkransinum en spjallinu var lokið að sinni.
BÓA