Ragnheiður Ingibjörg Elmarsdóttir hefur verið ráðin mannauðs- og öryggisstjóri hjá Loðnuvinnslunni frá 1. mars n.k. Hún er með MS próf í mannauðsstjórnun og BA próf í sálfræði. Hún hefur starfað síðastliðið eitt og hálft ár sem starfsmannastjóri hjá Launafl ehf.
Ragnheiður er 37 ára búsett á Reyðarfirði ásamt eiginmanni og þremur börnum.
Við bjóðum Ragnheiði velkomna til starfa hjá Loðnuvinnslunni.