Hoffell var að koma til hafnar með 1400 tonn af loðnu. Var þessi veiðitúr vel heppnaður í alla staði þar sem að hann tók aðeins um 35 klukkustundir. Að sögn Bergs Einarssonar  skipstjóra var aflinn fenginn  með þremur köstum út af Tjörnesi.  “Loðnan er fín og full af hrognum en 70% af aflanum er kerling” sagði Bergur og bætti kankvís við: “ég var ekkert að eltast við karlana”.  Úti fyrir Tjörnesinu skein sólin og veðrið var gott svo að þessi stutti en fengsæli túr var í alla staði afbragðs góður.

BÓA