Ljósafell er nú að landa á Eskifirði. Aflinn er um 50 tonn. Þorskurinn kemur til vinnslu í frystihús LVF en annað á fiskmarkað. Skipið kemur svo yfir á Fáskrúðsfjörð til veiðarfæraskipta, því næsta verkefni skipsins er árlegt „Togararall“ fyrir Hafrannsóknarstofnun. Ljósafell byrjar í því á mánudag.