Ljósafell

Ljósafell er nú að landa á Dalvík. Aflinn er um 25 tonn. Þá hefur skipið lokið við 128 stöðvar af þeim 179 sem áætlað er að taka. Brottför frá Dalvík kl 14:00 að löndun lokinni.

Hoffell

Hoffell kom til löndunar í gær með um 500 tonn af síld til söltunar og frystingar. Auk þess var skipið með smá slatta af kolmunna, eða um 150 tonn. Skipið fer aftur á veiðar að löndun lokinni og reynir fyrir sér í kolmunna.

Gjafir til Uppsala

Í dag færði Kaupfélagið dvalarheimilinu Uppsölum góðar gjafir.  Annars vegar var um að ræða svo kallaðan blöðruskanna sem notaður er til þess að óma þvagblöðrur í þeim tilgangi að kanna hvort að þær tæmist við þvaglát,  og hins vegar gasgrill.  Elín Hjaltalín Jóhannesdóttir hjúkrunastjóri og Ragnar Sigurðsson framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð tóku á móti gjöfunum fyrir hönd Uppsala.  Aðspurð um mikilvægi þess fyrir Uppsali að eiga blöðruskanna svaraði Elín að það væri afar mikilvægt. Þannig vill nú til að þegar mannfólk eldist gengur oft á tíðum erfiðlega að tæma þvagblöðruna og eykst þá hættan við blöðrubólgu og aðra erfiðleika sem geta valdið alvarlegum veikindum.  Áður þurfti að senda heimilisfólk á Neskaupsstað til þess að gangast undir þessa einföldu ómun, og er það heilmikil fyrirhöfn fyrir þá sem eru orðnir ferðalúnir, og þess vegna sé það afar mikilvægt að tækið sé fyrir hendi hér heima.

Ragnar þakkaði Kaupfélaginu kærlega fyrir góðar gjafir og stuðning í gegnum árin, hann sagði það ómetanlegt fyrir Uppsali að eiga svo góðan bakhjarl sem Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur reynst.  Þá hafði hann orð á því að þó svo haustið væri komið og vetur á næsta leiti væri ekki úr vegi að grilla  eitthvað góðgæti við tækifæri en var þess fullviss að grillið kæmi að góðum notum næsta sumar.

Að lokum var heimilisfólki og gestum boðið uppá kaffi og meðlæti til þess að fagna þessum góðu gjöfum.

BÓA

Ljósafell

Ljósafell kom til löndunar á Ísafirði í morgunn með um 35 tonn. Þá eru búnar 65 stöðvar af 179 í Togararalli Hafró á grunnslóð þetta árið. Skipið heldur áfram með verkefnið að löndun lokinni.

Hoffell aflahæst á makríl

 

Hoffell er á landleið með tæp 700 tonn af makríl. Þegar þeim afla hefur verið landað hefur Hoffell komið með 10.000 tonn að landi og er þar með aflahæst íslenskra skipa á sömu veiðum.  Bergur Einarsson skipstjóri kvaðst aðspurður vera þakklátur fyrir góða vertíð og sagði ástæðu velgenginnar vera sú að vinnslan í landi og veiðarnar hefðu gengið vel og einnig að veðrið hefði verið afar hagstætt.

Næst fer Hoffell á síldveiðar og því næst tekur við kolmunna veiði.

Hoffell verður í heimahöfn á Fáskrúðsfirði um kl. 01:00 í nótt.

BÓA

Ljósafell

Ljósafell landaði um 60 tonnum á föstudaginn, en skipti síðan um veiðarfæri og nú byrjað í árlegu Haustralli fyrir Hafrannsóknarstofnun. Teknar verða 179 togstöðvar á grunnslóð á næstu vikum hringinn í kringum landið.

Kaupfélagið gefur kastala

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga færði Fjölskyldugarðinum á Fáskrúðsfirði kastala að gjöf. Um er að ræða leiktæki fyrir börn frá eins árs aldri og uppúr. Í honum er hægt að klifra, ganga yfir hengibrú og renna sér,  auk margra annarra hluta sem hugmyndaríkt fólk á öllum aldri á vafalaust eftir að nýta sér.  Er um all veglega gjöf að ræða þar sem slíkur kastali kostar rúmlega 1.8 milljónir króna en Kaupfélagið hefur staðið dyggilega við bakið á Áhugahópnum um Fjölskyldugarð þar sem það hefur áður gefið 1.5 milljónir í hoppudýnu sem gengur undir nafninu Ærslabelgur.  Hrefna Eyþórsdóttir talskona Áhugahópsins tók á móti kastalanum þegar hann var afhentur með formlegum hætti á vindasömu en björtu síðdegi og þakkaði hún fyrir gjöfina og sagði að Fjölskyldugarðurinn væri ekki orðinn svona ríkur af leiktækjum ef ekki væri fyrir tilstilli Kaupfélagsins þó þess beri að halda til haga að mörg fyrirtæki, félagasamtök, sjóðir og einstaklingar hafa lagt uppbyggingunni lið.

BÓA

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 95 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur og ufsi. Skipið fer aftur á veiðar í dag, þriðjudaginn 25. september klt 17:00.

Sandfell

Sandfell er nú byrjað á veiðum að afloknum slipp á Akureyri. Þeir voru ekki lengi að smella í hann, skipverjarnir, og var landað 15 tonnum á Siglufirði á Sunnudag. Báturinn sigldi síðan austur og er að hefja veiðar á Austfjarðamiðum í dag.

Hoffell

Hoffel er nú að landa um 1050 tonnum af makríl. Fyrir liggur að reyna einn túr í viðbót á þessum veiðiskap, að löndun lokinni.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1000 tonnum af makríl til vinnslu og verður unnið við uppsjávarfyrstingu alla helgina. Aflinn fékkst í Smugunni og hefur áhöfn Hoffells gengið vel að undanförnu. Í Aflafréttum birtist nýlega frétt að eftir síðustu löndun Hoffells væri skipið orðið aflahæst í makríl með um 7.200 tonn. Við það bætast svo þessi 1000 tonn sem er verið að landa nú.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 70 tonnum. Uppistaðan var ufsi og karfi. Skipið fór aftur til veiða kl 17:00 í gær að löndun lokinni.