Ljósafell SU

Ljósafell kom inn með 30 tonn í morgun og fer út eftir löndun.  Aflinn var að mestu þorskur og ýsa. Skipið fór út á miðvikudag, en bræla hefur verið á miðunum.

Nýr þurrkari í bræðsluna

Hjá öflugu sjávarútvegsfyrirtæki þarf stöðugt að vera að bæta og breyta. Tækninni fleygir fram og stjórnendur Loðnuvinnslunnar hafa metnað til þess að fylgja tækninni og laga starfsemi fyrirtækisins að nútímanum eftir því sem efni, aðstæður og kostur leyfir.

Í bræðslunni standa yfir framkvæmdir sem lúta að því að skipta út svokölluðum þurrkurum, þ.e firna stórir tankar sem hafa það hlutverk að þurrka mjöl.  Í bræðslunni voru tveir gamlir þurrkarar sem keyptir voru notaðir þar inn þegar bræðslan tók til starfa árið 1996, þannig að aldur þeirra í dag er orðinn býsna hár eða rúmlega 40 ár.  Þurrkflötur gömlu þurrkarana var samanlagt 400 m2.  Nýr þurrkari er á leiðinni með skipi yfir hafið og er hann væntanlegur á næstu dögum. Hefur hann þurrkflöt uppá 690m2, sem er umtalsvert meira en þessir tveir sem hann leysir af hólmi, og hann vegur 100 tonn!

Magnús Ásgrímsson er verksmiðjustjóri í bræðslunni og aðspurður svaraði hann því til að ástæða þess að ráðist var í þessa framkvæmd væri sú að gömlu þurrkararnir þyrftu orðið nokkuð mikið viðhald en sá nýji gæfi möguleika á auknum afköstum auk þess sem honum fylgdi aukið rekstraröryggi. “Svo er þetta enn eitt skrefið í að bæta starfsemi bræðslunnar” sagði Magnús.  Gömlu þurrkararnir eru þó ekki komnir á eftirlaun, því þeir hafa verið seldir og þeirra bíða ný verkefni annars staðar.

Þá er verið að byggja mjölskemmu við austurgafl bræðslunnar. 700m2 hús sem tekur rúmlega 2.000 tonn af mjöli í pokum. Grunnur og gólf er steypt og síðan kemur reisulegt  stálgrindarhús þar ofaná þar sem lofthæðin er 10 metrar uppí mæni. Tilgangurinn með svo mikilli lofthæð er sá að þá er hægt að stafla mjölpokunum hverjum ofan á annan og á þann máta nýtist húsið vel.  Magnús sagði að hús af þessu tagi væri kærkomið því oft þarf að koma miklu magni af mjöli í geymslu áður en það er sent um heimsbyggðina til þeirra sem það kaupa.

BÓA

Þurrkari á förum. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson
Þurrkari kominn út. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson
Grunnurinn og platan fyrir mjölgeymsluhúsið. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson

Mjölútskipun

Wilson Clyde er að lesta mjöl í dag samtals 1.260 tonn, mjölið fer til Noregs.

Þegar búið er að lesta þetta er næstum allt mjöl selt hjá LVF.

Ljósafell

Ljósafell kemur inn í kvöld með 100 tonn af fiski þar af 85 tonn þorskur.

Ljósafell fer út kl. 8.oo á miðvikudaginn.

Mjölútskipanir um helgina

Um síðastliðna helgi voru tvær útskipanir af mjöli hjá Loðnuvinnslunni hf, eða um 2520 tonn samtals.

Á laugardag fóru um 1260 tonn um borð í Saxum, en í gær, sunnudag um 1260 tonn í Hav Sögu.

Báðir þessir farmar fara til Noregs.

Saxum
Hav Saga

Mjölútskipun.

Í liðinni viku fóru 1250 tonn af mjöli um borð í flutningaskipið Havfrakt sem flutti það til Noregs.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn til löndunar í morgun með um 30 tonn. Skipið fór strax út aftur að lokinni löndun.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í morgun með rúm 70 tonn. Uppistaða aflans aflinn er að mestu þorskur.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í dag með um 90 tonn. Aflaskiptingin er 70 tonn þorskur og 20 tonn karfi.

Skipið fer út kl. 13.00 á morgun.

Lýsisútskipun

Kaprifol lestaði á í lok vikunnar tæp 1.600 tonnum af lýsi sem fer til Havsbrun í Færeyjum.

Fiskurinn farinn að gefa sig á línuna

Sandfell og Hafrafell lönduðu á Bakkafirði í dag samtals 34 tonnum eftir tvær lagnir.  Sandfell með 16 tonn og Hafrafell 18 tonn.

Bátarniir eru komnir samtals með 200 tonn það sem af er mánuði. Sandfell með 100 tonn og Hafrafell með 100 tonn.

Róbótar í Grunnskólann

“Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér” segir í texta eftir Megas og eru það orð að sönnu.  Þarfir og kunnátta breytist í takt við tímann og mannfólkið þarf sífellt að læra á nýja hluti, nýja tækni og ný tækifæri. Í þessu samhengi er mjög ánægjulegt að segja frá  höfðinglegri gjöf sem Loðnuvinnslan færði Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. LVF gaf róbóta sem notaðir verða við að kenna nemendum forritun. Allir nemendur skólans, frá 1.bekk og uppúr, læra forritun. Í nútíma samfélagi er mikilvægt að hafa skilning og kunnáttu í þeim efnum. Sífellt fleiri störf krefjast slíkrar kunnáttu og engin veit með vissu hvernig störf framtíðarinnar verða og því er mikilvægt að hafa skilning á mörgum hlutum og er forritun ein af þeim.

Nemendur hafa um nokkurra missera skeið lært að forrita í spjaldtölvum en ekki haft tækifæri til að sjá neinar aðgerðir nema á tölvuskjánum. Með komu róbótanna breytist það, þá geta nemendur forritað þá til þess að fara fram og til baka, snúa í hring, blikka ljósi og hvað eina annað sem forritaranum dettur í hug. Í gjöf Loðnuvinnslunar voru sex róbótar sem ætlaðir eru nemendum frá 6 ára aldri og aðrir sex róbótar sem ætlaðir eru nemendum frá 11 ára aldri. Búa þeir róbótar sem ætlaðir eru eldri nemendum yfir meiri möguleikum. Auk þess fylgdi með í gjöfinni allskyns aukahlutir eins og armar, boltar og fleira til þess að vinna með.

Eygló Aðalsteinsdóttir skólastjóri er afar þakklát fyrir gjöfina. “Þetta er frábær gjöf og kemur sér svo sannarlega vel” sagði Eygló og bætti þvi við að ómetanlegt væri fyrir skólann að eiga slíkan hauk í horni sem Loðnuvinnslan er.  

Nemendum var gerð grein fyrir gjöfinni þegar hún barst og greina mátti tilhlökkun og spennu að fara að vinna með róbótana.

BÓA

Kampakátir nemendur í 1.bekk Ljósmynd: Guðrún Gunnarsdóttir
Fleiri kampakátir nemendur í 1.bekk. Ljósmynd: Guðrún Gunnarsdóttir
Nemendur í 6.bekk með róbótana. Ljósmynd: Guðrún Gunnarsdóttir