Ljósafell SU

Ljósafell kom inn til löndunar í morgun með um 30 tonn. Skipið fór strax út aftur að lokinni löndun.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í morgun með rúm 70 tonn. Uppistaða aflans aflinn er að mestu þorskur.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í dag með um 90 tonn. Aflaskiptingin er 70 tonn þorskur og 20 tonn karfi.

Skipið fer út kl. 13.00 á morgun.

Lýsisútskipun

Kaprifol lestaði á í lok vikunnar tæp 1.600 tonnum af lýsi sem fer til Havsbrun í Færeyjum.

Fiskurinn farinn að gefa sig á línuna

Sandfell og Hafrafell lönduðu á Bakkafirði í dag samtals 34 tonnum eftir tvær lagnir.  Sandfell með 16 tonn og Hafrafell 18 tonn.

Bátarniir eru komnir samtals með 200 tonn það sem af er mánuði. Sandfell með 100 tonn og Hafrafell með 100 tonn.

Róbótar í Grunnskólann

“Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér” segir í texta eftir Megas og eru það orð að sönnu.  Þarfir og kunnátta breytist í takt við tímann og mannfólkið þarf sífellt að læra á nýja hluti, nýja tækni og ný tækifæri. Í þessu samhengi er mjög ánægjulegt að segja frá  höfðinglegri gjöf sem Loðnuvinnslan færði Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. LVF gaf róbóta sem notaðir verða við að kenna nemendum forritun. Allir nemendur skólans, frá 1.bekk og uppúr, læra forritun. Í nútíma samfélagi er mikilvægt að hafa skilning og kunnáttu í þeim efnum. Sífellt fleiri störf krefjast slíkrar kunnáttu og engin veit með vissu hvernig störf framtíðarinnar verða og því er mikilvægt að hafa skilning á mörgum hlutum og er forritun ein af þeim.

Nemendur hafa um nokkurra missera skeið lært að forrita í spjaldtölvum en ekki haft tækifæri til að sjá neinar aðgerðir nema á tölvuskjánum. Með komu róbótanna breytist það, þá geta nemendur forritað þá til þess að fara fram og til baka, snúa í hring, blikka ljósi og hvað eina annað sem forritaranum dettur í hug. Í gjöf Loðnuvinnslunar voru sex róbótar sem ætlaðir eru nemendum frá 6 ára aldri og aðrir sex róbótar sem ætlaðir eru nemendum frá 11 ára aldri. Búa þeir róbótar sem ætlaðir eru eldri nemendum yfir meiri möguleikum. Auk þess fylgdi með í gjöfinni allskyns aukahlutir eins og armar, boltar og fleira til þess að vinna með.

Eygló Aðalsteinsdóttir skólastjóri er afar þakklát fyrir gjöfina. “Þetta er frábær gjöf og kemur sér svo sannarlega vel” sagði Eygló og bætti þvi við að ómetanlegt væri fyrir skólann að eiga slíkan hauk í horni sem Loðnuvinnslan er.  

Nemendum var gerð grein fyrir gjöfinni þegar hún barst og greina mátti tilhlökkun og spennu að fara að vinna með róbótana.

BÓA

Kampakátir nemendur í 1.bekk Ljósmynd: Guðrún Gunnarsdóttir
Fleiri kampakátir nemendur í 1.bekk. Ljósmynd: Guðrún Gunnarsdóttir
Nemendur í 6.bekk með róbótana. Ljósmynd: Guðrún Gunnarsdóttir

Ljósafell

Ljósafell kom inn í morgun með fullfermi tæp 100 tonn.  Aflinn var 65 tonn þorskur, 25 tonn karfi og annar afli.

Skipið fer út kl. 13.00 á morgun.

Ljósafell SU

Ljósafell kom inn í morgun með um 50 tonn. Aflinn er um 30 tonn þorskur og 20 tonn karfi.

Skipið fer út að lokinni löndun.

Mjölútskipun

Verið er að skipa út 1.300 tonnum af mjöli í flutningaskipið Saxum.

Mjölið fer til Noregs.

Ljósafell SU

Ljósafell er á landleið með tæp 100 tonn og verður um kl 18.00. Aflinn er um 60 tonn þorskur, 15 tonn ýsa, 10 tonn ufsi, 10 tonn karfi og annar afli. Skipið fer út á miðnætti annað kvöld.

Hoffell

Hoffell kom í morgun eftir stuttan túr með 500 tonn af síld, báturinn var aðeins 20 tíma höfn í höfn.

Síldin fer að mestu í söltun.

Milljaður hjá Ljósafelli

Árið 2020 verður flestum í minnum haft vegna ástandsins sem skapað hefur heilsu manna í hættu en hjá Loðnuvinnslunni hefur árið, þrátt fyrir allt, verið gjöfult, afrek hafa verið unnin. Ljósafell hefur komist yfir eins milljarða múrinn í aflaverðmætum. Hefur skipið aldrei áður komist yfir milljarð á fyrstu níu mánuðum ársins líkt og nú.  Hjálmar Sigurjónsson skipstjóri á Ljósafellinu sagði að það væri virkilega gaman að ná þessu marki. “Við erum rígmontnir” bætti hann við og sagði líka að að ekki aðeins hefði gengið vel að veiða, það hefði líka fengist góð verð fyrir aflann.

Langmest af afla Ljósfells fer í frystihúsið og er unninn heima á Fáskrúðsfirði, en karfi fer á markað og stundum annar afli þegar mikið er að gera við vinnslu á uppsjávarfiski. 

Áhöfninni var færð kaka að þessu tilefni og Hjálmar sagði að hún hefði bragðast afar vel “og ég borðaði stefnið í gærkveldi” bætti hann hlæjandi við. Við nánari eftirgrennslan kom það í ljós að menn borða gjarnan fyrst utan af kökunni, líkt og mönnum ói við að borða sjálft skipið en skipstjórinn fullyrti að það færi álíka vel í maga eins og á sjó.

Þegar greinarhöfundur spjallaði við Hjálmar var Ljósfell á karfaveiðum í Lónsdýpi í sól og blíðu. Og segja má að ævi þessa 47 ára gamla happafleys hafi verið líkt og sólskinsdagur.

Hjálmar svaraði því aðspurður að áhöfnin á Ljósafelli væri samheldin og um borð ríkti góður andi. Þegar skipstjórinn sagði frá sá greinarhöfundur áhöfnina fyrir sér, sitjandi við borð í matsalnum, slá á létta strengi og gæða sér á köku sem fengin var fyrir vel unnin störf , og þá datt út úr spyrjandanum; “get ég ef til vill fengið pláss hjá þér”? Hjálmar skipstjóri svaraði að bragði að það væri ekki útilokað en helst ekki á þessum árstíma þegar verður eru válynd, “ég reyni að taka bara nýliða þegar von er á góðu veðri” sagði þessi geðþekki skipstjóri sem lætur sér annt um sitt fólk.

Í ljósi allra þeirra afreka sem unnin eru hjá Loðnuvinnslunni á degi hverjum ljúkum við  með þessum fleygu orðum:

“Ekkert afrek var nokkru sinni unnið án áhuga.” – Ralph Waldo Emerson

BÓA

Áhöfn Ljósafells með kökuna. Ljósmynd: Kjartan Reynisson
Kakan góða. Ljósmynd: Kjartan Reynisson