Trondur í Götu.

Tróndur í Götu kom í gærkvöldi með rúm 2.000 tonn af Loðnu til hrognatöku. Aflinn er fenginn að mestu út af Ísafirði.

Hoffell er á landleið með tæp 1.400 tonn.

Hoffell er á landleið með tæp 1.400 tonn af Loðnu til hrognatöku og verður kl. 21.00 í kvöld.

Hoffell fékk Loðnuna vestur af Látrabjargi og eru 360 mílur til Fáskrúðsfjarðar af miðunum. 

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Wilson Thames.

Wilson Thames lestaði í dag 1.300 tonn af mjöli í góðu veðri.  Besta útskipunarveður í langan tíma.

Finnur Fríði.

Finnur Fridi kom inn í dag með um 1.800 tonn af Loðnu til hrognatöku.

Götunes.

Götunes kemur snemma í fyrramálið með 1.600 tonn af Loðnu til hrognatöku.

Wilson Almeria.

Wilson Almeria er að lesta 2.500 tonn af mjöli til Þýskalands.

Silver Storm.

Silver Storm er að lesta 850 tonn af karlloðnu sem fer til Klaipeda.

Hoffell á landleið með tæp 1.600 tonn.

Hoffell er á landleið með tæp 1.600 tonn og verður á Fáskrúðsfirði annað kvöld.  Aflinn fékkst í Breiðafirðinum, skipið stoppaði aðeins 24 tíma á miðunum. 

Hoffell kom á miðin þegar brælan var að ganga niður í gær og byrjaði að kasta kl. 16.

Farið verður út strax eftir löndun.

default