Ingimar Óskarsson hefur verið ráðinn til starfa sem verkstjóri í vélsmiðju Loðnuvinnslunnar.

Ingimar hefur nú þegar starfað í vélsmiðjunni í u.þ.b. 10 ár þar sem hann hefur komið að viðgerðum, nýsmíði og viðhaldi tækja og þar af síðust 7 ár leyst Ingólf af þegar hann hefur farið í frí.  Síðustu ár hefur hann lagt stund á nám í vélvirkjun samhliða starfi.

Ingimar tekur við starfinu 1. júní nk.

Loðnuvinnslan óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.