Flækingur um borð í Ljósafelli
Það er alltaf gaman að sjá fiska sem ekki eru algengir hér við land. En um miðjan september veiddist dökksilfri (Diretmichtys parini) í botntroll á Ljósafellinu þar sem skipið var við veiðar á Þórsbanka á um 175 faðma dýpi. Dökksilfri er að öllu jöfnu miðsævisfiskur sem veiðist á um 200 – 1.100 metra dýpi og veiðist aðallega í flotvörpu. Fiskar sem veiðast hér við land hafa yfirleitt verið á bilinu 20-42 cm. Þetta er víðförull fiskur en heimkynni hans eru í flestum heimshöfum. Hann myndi teljast hálfgerður flækingur hér við land en hefur veiðst þó nokkrum sinnum í gegnum tíðina t.d. í Rósagarðinum sem er rétt sunnan við Þórsbanka.
Þrátt fyrir að hann svipi til karfa þá er hann þó ekki náskyldur honum. Búrfiskur og bjúgtanni eru hins vegar náskyldir honum.


Ljósafell kom inn um miðnætti í gær með tæp 100 tonn.
Ljósafell kom inn um miðnætti í gær með tæp 100 tonn. Aflinn er 55 tonn Þorksur, 20 tonn Karfi, 16 tonn Ufsi, 7 tonn Ýsa og annar afli.
Skipið fer út aftur þegar veðrið gegnur niður.

Mynd: Þorgeir Baldursson.
Hoffell kom inn stemma í morgun með rúm 1.000 tonn af Síld.
Hoffell kom inn snemma í morgun með rúm 1.000 tonn af síld. Aflinn fer í söltun og beitu fyrir línubátanna. Veiðiferðin gekk sérlega vel því skipið fór út í fyrrakvöld og kemur inn eftir um 30 tíma með yfir 1.000 tonn.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.
Hoffell kom inn í gær med 450 tonn af Síld.
Hoffell kom inn í gær med 450 tonn af síld. Síldin fer í söltun fyrir erlenda makraði og frystingu á beitu fyrir Sandfell og Hafrafell.
Skipið fer strax út eftir löndun.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Mynd: Þorgeir Baldursson.
Ljósafell kom inn í morgun með tæp 110 tonn.
Ljósafell kom inn í morgun með tæp 110 tonn, aflinn var 40 tonn Þorskur, 30 tonn Ufsi, 20 tonn Karfi og 10 tonn Ýsa og annar afli.
Skipið fer út í fyrramálið kl. 8.

Mynd: Þorgeir Baldursson.
Frábær árangur hjá Hoffelli.
Hoffell hefur nú landað um 36.000 tonnum af uppsjávarfiski, það sem af er ári. Aflaverðmætið er rúmir 2 milljarðar á árinu. Loðnuvinnslan óskar áhöfninni innilega til hamingju með frábæran árangur.

Hoffell er á landleið með tæp 1.000 tonn.
Hoffell er á landleið með tæp 1.000 tonn af Makríl, skipið verður inni um hádegi í dag.
Ljósafell kom inn í morgun með rúm 80 tonn.
Ljósafell kom inn í morgun með rúm 80 tonn af fiski. Aflinn var 45 tonn Þorskur, 13 tonn Karfi, 10 tonn Ýsa, 10 tonn Utsi og annar afli.
Skipið fer út kl. 13 á morgunn.

Björgunaræfing um borð í Ljósafelli
Björgunaræfingar eru haldnar með reglubundnum hætti um borð í skipum Loðnuvinnslunnar. Ein slík var haldin í dag þegar Ljósafellið lagði úr höfn eftir hádegið þar sem áhöfnin skaut upp neyðarblisum. Áður en æfingin hófst var lögreglu og slökkvilið var gert viðvart.
Forvarnir og fræðsla um borð í skipum fer að stórum hluta fram í gegnum nýliðafræðslu sem skipstjórnendur sinna og einnig á reglulegum björgunaræfingum en það er hluti skylduverkefna áhafna. Kröfur um tíðni æfinga á fiskiskipum 15 m. eða lengri er einu sinni í mánuði samkvæmt reglugerð um öryggi fiskiskipa. Tilgangurinn með þeim er að undirbúa áhöfnina hvernig bregðast eigi við ef neyðarástand skapast.
Á síðasta ári var Hoffellið samtals stopp í 40 daga, en þar voru framkvæmdar 11 æfingar. Ljósafellið stoppaði tvisvar og þá samanlagt í 5-6 vikur, þar voru framkvæmdar 11 æfingar og uppfylla skipin því þær kröfur sem gerðar eru.









Ljósafell kom inn í morgun með 85 tonn.
Ljósafell kom inn í morgun með 85 tonn af fiski. Aflinn var 45 tonn Þorskur, 15 tonn Utsi, 15 tonn Karfi, 7 tonn Ýsa og annar afli.

Ljósafell kom inn í dag með 110 tonn.
Ljósafell kom inn í morgun með 110 tonn af fiski. Aflinn er 60 tonn Þorskur, 25 tonn Ufsi, 20 tonn Ýsa, 2 tonn Karfi og annar afli.
Skipið fer út kl. 13,00 á morgun.

Hoffell á landleið með 700 tonn.
Hoffell er á landleið með 700 tonn af Makríl og verður um hádegi. Aflinn fékkst í íslenskri landhelgi og voru 170 mílur af miðunum til Fáskrúðsfjarðar.
Hoffell er komið með rúm 6.000 tonn af Makríl á vertíðinni.
