Frábær október mánuður hjá Sandfelli og Hafrafelli.

Frábær afli hjá Sandfelli og Hafrafelli í október og fengu samtals 532 tonn. Sandfell með samtals 283 tonn og Hafrafell með samtals 249 tonn.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

SætiáðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
11Sandfell SU 75283.42128.4Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
22Hafrafell SU 65249.11721.8Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
35Indriði Kristins BA 751242.81324.0Vopnafjörður
43Kristinn HU 812237.32512.8Arnarstapi, Ólafsvík
54Kristján HF 100225.51423.1Neskaupstaður, Vopnafjörður
68Tryggvi Eðvarðs SH 2211.41321.0Ólafsvík
77Vigur SF 80209.11127.5Neskaupstaður
89Stakkhamar SH 220200.62214.4Rif
912Háey I ÞH 295197.91223.5Raufarhöfn, Húsavík, Dalvík
1010Særif SH 25194.31422.7Arnarstapi, Rif
116Auður Vésteins SU 88190.81621.3Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
1211Einar Guðnason ÍS 303175.31616.8Suðureyri
1314Fríða Dagmar ÍS 103174.82014.2Bolungarvík
1416Jónína Brynja ÍS 55165.72212.1Bolungarvík
1513Gísli Súrsson GK 8161.71520.4Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
1615Gullhólmi SH 201157.21120.0Rif
1717Óli á Stað GK 99133.5209.5Siglufjörður, Dalvík
1818Sævík GK 757117.91811.1Skagaströnd
1920Hulda GK 1799.8149.1

Mikið unnist í öryggismálum

Búið er að bæta til muna allt öryggi á hafnarsvæði Loðnuvinnslunnar.  Hófst sú vinna s.l vor undir stjórn öryggisstjóra LVF, Arnfríðar Eide, sem ásamt öryggisnefnd og stjórnendum gerðu ítarlega greiningu á hvar fyrirtækið gæti gert betur á þessu sviði. 

Víðsvegar hafa verið settir upp umferðarspeglar, annars vegar þar sem blint var fyrir ökumenn og hins vegar á staði þar sem bílstjórar fá betri sýn við að bakka að byggingum þegar verið er að ferma og afferma. Mikið af yfirborðsmerkingum voru settar upp líkt og gangbrautir og gönguleiðir. Þá voru bílastæðin skilgreind betur sem og stopp merkingar. Einnig hafa varúðarskilti verið sett upp við hafnarsvæðið þar sem skírt er kveðið á um að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. Eru þau aðvörunarorð höfð bæði á íslensku og ensku.

Fast við hafnarsvæði Loðnuvinnslunnar stendur Fosshótel Austfirðir og þeir ferðalangar sem gista það glæsilega hótel hafa verið gjarnir á að fá sér göngu á hafnarsvæðinu, enda margt forvitnilegt fyrir ókunnuga að sjá, um leið og menn gera sér ekki grein fyrir hættunum sem þar kunna að leynast.  Nú þegar merkingar hafa verið settar upp láta gestir, sem og heimamenn, sér nægja að horfa yfir svæðið.  Þá hefur óþarfa bílaumferð um svæðið nánast horfið. Allt vísbendingar um að fólk virðir merkingarnar og er það vel.

Starfsfólk er mjög ánægt með þessa vinnu og finnur árangurinn í vinnu sinni. Hægt er að aka lyfturum og öðrum tækjum um svæðið af meira öryggi. 

Við fögnum því mjög að fólk virði merkingarnar og biðlum áfram til allra að gera slíkt hið sama. Öll viljum við koma heil heim eftir vinnudaginn, hvort heldur er á líkama eða sál.

Það er einnig frábært hvað stjórnendur og starfsfólk er jákvætt fyrir þeim öryggisráðstöfunum sem gerðar eru en slíkt auðveldar öryggisstjóra og öryggisnefnd mikið við innleiðingu öryggisferla og skapar ekki síður góða öryggismenningu í fyrirtækinu til framtíðar.

Undanfarin ár hefur töluverð vinna farið í að auka öryggi starfsfólks með því að áhættugreina hverja deild ásamt því að áhættugreina einstakar vélar aukalega. Í kjölfarið hefur slysum farið fækkandi og síðast liðið ár voru aðeins minniháttar atvik sem komu upp. Við höfum átt góða samvinnu við Vinnueftirlitið um hvað við getum gert betur og stóðst Loðnuvinnslan ítarlega úttekt sem fór fram s.l vor.

Við höldum ótrauð áfram, við erum á tánum og viljum gera enn betur. Því þegar kemur að öryggismálum er vísan aldrei of oft kveðin.

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Ljósafell á landleið með 110 tonn.

Ljósafell er á landleið með fullfermi 110 tonn. Aflinn er 58 tonn Þorskur, 25 tonn Ufsi, 13 tonn Karfi, 10 tonn Ýsa og annar afli.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Ljósafell kom inn í nótt.

Ljósafell kom inn í nótt me tæp 100 tonn, aflinn var 45 tonn Ufsi, 35 tonn Þorskur, 8 tonn Ýsa, 7 tonn karfi og annar afli.

Ljósafell fer út á morgunn kl. 13.00.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Ljósafell kom inn í gær með fullfermi.

Ljósafell kom inn í gær með 115 tonn.  Aflinn er 65 tonn Þorskur, 25 tonn Ýsa, 10 tonn Utsi, 10 tonn Karfi og annar afli.

Ljósafell fer út aftur í kvöld.

Hér má sjá mynd þegar var verið að búa Ljósafell undir óveður sem skall á eftir hádegi í gær.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Útskipun á síld til Kanada

Það er svo sannarlega líf og fjör í firðinum fagra þessa dagana, en í gær var skipað út um 516 tunnum, sem eru tæp 50 tonn, af síldarbitum sem fara til Kanada. En þennan sama dag var landað um 110 tonnum af bolfiski úr Ljósafellinu. 

Síld er nýtt í mikinn fjölda ólíkra neytendaafurða og eru fáar ef nokkra fisktegundir nýttar á jafn fjölbreyttan hátt og síld. Það er ekki bara að síldin sé verkuð heil í salt, heldur er verið að skera hana og flaka með ýmsum hætti.

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Ljósafell kom inn í gær með 110 tonn.

Ljósafell kom inn í gær með fullfermi eða 110 tonn.  Aflinn var 45 tonn Þorkur, 35 tonn Utsi, 10 karfi, 10 tonn Ýsa og annar afli.

Ljósafell fer út í kvöld.

Flækingur um borð í Ljósafelli

Það er alltaf gaman að sjá fiska sem ekki eru algengir hér við land. En um miðjan september veiddist dökksilfri (Diretmichtys parini) í botntroll á Ljósafellinu þar sem skipið var við veiðar á Þórsbanka á um 175 faðma dýpi. Dökksilfri er að öllu jöfnu miðsævisfiskur sem veiðist á um 200 – 1.100 metra dýpi og veiðist aðallega í flotvörpu. Fiskar sem veiðast hér við land hafa  yfirleitt verið á bilinu 20-42 cm. Þetta er víðförull fiskur en heimkynni hans eru í flestum heimshöfum. Hann myndi teljast hálfgerður flækingur hér við land en hefur veiðst þó nokkrum sinnum í gegnum tíðina t.d. í Rósagarðinum sem er rétt sunnan við Þórsbanka.

Þrátt fyrir að hann svipi til karfa þá er hann þó ekki náskyldur honum. Búrfiskur og bjúgtanni eru hins vegar náskyldir honum.

Ljósmynd Þorgeir Baldursson
Ljósmynd Þorgeir Baldursson

Ljósafell kom inn um miðnætti í gær með tæp 100 tonn.

Ljósafell kom inn um miðnætti í gær með tæp 100 tonn.  Aflinn er 55 tonn Þorksur, 20 tonn Karfi, 16 tonn Ufsi, 7 tonn Ýsa og annar afli.

Skipið fer út aftur þegar veðrið gegnur niður.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Hoffell kom inn stemma í morgun með rúm 1.000 tonn af Síld.

Hoffell kom inn snemma í morgun með rúm 1.000 tonn af síld. Aflinn fer í söltun og beitu fyrir línubátanna.    Veiðiferðin gekk sérlega vel því skipið fór út í fyrrakvöld og kemur inn eftir um 30 tíma með yfir 1.000 tonn.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.