Björgunaræfing um borð í Ljósafelli

Björgunaræfingar eru haldnar með reglubundnum hætti um borð í skipum Loðnuvinnslunnar. Ein slík var haldin í dag þegar Ljósafellið lagði úr höfn eftir hádegið þar sem áhöfnin skaut upp neyðarblisum. Áður en æfingin hófst var lögreglu og slökkvilið var gert viðvart.

Forvarnir og fræðsla um borð í skipum fer að stórum hluta fram í gegnum nýliðafræðslu sem skipstjórnendur sinna og einnig á reglulegum björgunaræfingum en það er hluti skylduverkefna áhafna. Kröfur um tíðni æfinga á fiskiskipum 15 m. eða lengri er einu sinni í mánuði samkvæmt reglugerð um öryggi fiskiskipa. Tilgangurinn með þeim er að undirbúa áhöfnina hvernig bregðast eigi við ef neyðarástand skapast.

Á síðasta ári var Hoffellið samtals stopp í 40 daga, en þar voru framkvæmdar 11 æfingar. Ljósafellið stoppaði tvisvar og þá samanlagt í 5-6 vikur, þar voru framkvæmdar 11 æfingar og uppfylla skipin því þær kröfur sem gerðar eru.

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Arnfríður Eide
Ljósmynd: Arnfríður Eide

Ljósafell kom inn í morgun með 85 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með 85 tonn af fiski.  Aflinn var 45 tonn Þorskur, 15 tonn Utsi, 15 tonn Karfi, 7 tonn Ýsa og annar afli.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Ljósafell kom inn í dag með 110 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með 110 tonn af fiski.  Aflinn er 60 tonn Þorskur, 25 tonn Ufsi, 20 tonn Ýsa, 2 tonn Karfi og annar afli.

Skipið fer út kl. 13,00 á morgun.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Hoffell á landleið með 700 tonn.

Hoffell er á landleið með 700 tonn af Makríl og verður um hádegi.  Aflinn fékkst í íslenskri landhelgi og voru 170 mílur af miðunum til Fáskrúðsfjarðar.

Hoffell er komið með rúm 6.000 tonn af Makríl á vertíðinni.

Mynd; Valgeir Mar Friðriksson.

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 90 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 90 tonn, aflinn var 40 tonn Þorskur, 30 tonn ufsi, 10 tonn Karfi, 6 tonn Ýsa og annar afli.

Ljósafell fór út strax eftir löndun.

Hoffell á landleið með 650 tonn af Makríl.

Hoffell verður í fyrramálið með 650 tonn af Makríl sem var fékkst í íslenskri landhelgi eða 280 mílur frá Fáskrúðsfirði. Siglingin tekur 21 klst.

Hoffell fer strax út eftir löndun.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Hoffell á landleið með rúm 1.300 tonn af Makríl.

Hoffell verður í fyrramálið með rúm 1.300 tonn af Makríl.   Veiðin var mjög róleg fyrri hluta túrsins.   Veiðin glæddist síðan í lokin og fékk Hoffellið 1.000 tonn síðustu 40 tímanna.

Hoffell hefur fengið rúm 5.000 tonn af makrílvertíðinni þar af 4.600 tonn af Makríl.

Hoffell fer út strax að lokinni löndun. 

Mynd; Valgeir Mar Friðriksson.

Línubátar sem af er ágúst.

Hafrafell með mestan afla það sem af er ágúst og Sandfell í þriðja sæti skv. afláfréttum.

Mynd; Þorgeir Baldursson.

Sæti SíðastNafnAfliLandanirMestHöfn
1Hafrafell SU 6566.9614.2Vopnafjörður, Neskaupstaður
2Fríða Dagmar ÍS 10359.8118.6Bolungarvík
3Sandfell SU 7559.5616.3Bakkafjörður, Neskaupstaður, Vopnafjörður
4Auður Vésteins SU 8846.5512.6Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
5Einar Guðnason ÍS 30346.5414.7Suðureyri
6Gísli Súrsson GK 845.4614.1Neskaupstaður
7Vésteinn GK 8841.5512.0Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
8Vigur SF 8027.7215.4Neskaupstaður
9Jónína Brynja ÍS 5523.756.4Bolungarvík
10Særif SH 2522.3316.0Tálknafjörður
11Óli á Stað GK 9914.336.5Siglufjörður
12Særif SH 2516.428.9Bolungarvík, Rif
13Gullhólmi SH 20111.9111.9Bolungarvík