Hoffell kemur í kvöld með rúm 800 tonn af Síld.

Hoffell kemur í kvöld með rúm 800 tonn af Síld sem verður söltuð.  Aflnn fékkst 90 mílur vestur af Reykjanesi og eru 380 mílur af miðunum á Fáskrúðsfjörð. Veður var leiðinlegt á miðunum næstum allan túrinn.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.

Hoffell lagði af stað á sunnudagskvöldið frá Færeyjum eftir breytingar.

Hoffell hefur verið í Færeyjum í sl. 6 vikur vegna breytinga.  Nótakassinn var stækkaður úr 130 m3 í 180 m3 og settur nýr nótakrani á skipið frá Triplex í Noregi.  Spilmótorar á aðalspili voru teknir upp, glussalagnir lagðar fyrir nýtt hjálparspil á framdekki.  Síðan voru ýmis smærri verk unnin.

Hoffell fór frá Færeyjum sl. sunnudagskvöld og fór beint á síldarmiðin vestur af landinu og kemur þangað í kvöld.  Síldin sem veiðist verður verkuð í salt eins og venjulega hjá Loðnuvinnslunni.

Nýr og breyttur nótakassi og nýr nótakrani frá Triplex.

Mynd: Kjartan Reynisson.

Hoffell eftir breytingar í Þórshöfn í Færeyjum,  nótakassinn hefur verið hækkaður en hann var stækkaður um 40%. Í baksýn sést eldra Hoffell með fullfermi af NVG-síld og bíður eftir löndun.

Mynd: Kjartan Reynisson.

Breytingar voru gerðar á yfirbyggðu dekki og hægt að ganga þaðan yfir í framskipið.

Mynd: Kjartan Reynisson.

Nýr gufuþurrkari í verksmiðjuna.

Nýr gufuþurrkari í verksmiðjuna er að verða tilbúinn út í Danmörku.  Hann hann verður afhentur 5. desember n.k.

Þurrkarinn og gírinn eru um 114 tonn.  Er þetta þriðji þurrkarinn sem Loðnuvinnslan kaupir á 7 árum. 

Þá er búið að leggja af alla 4 þurrkaranna sem settir voru upp í verksmiðjunni upphafalega og þessir þrír eru með 30 % meiri afköst eldri þurrkarar.

Mynd: Friðrik Mar Guðmundsson. Gufuþurrkarinn.

Mynd: Friðrik Mar Guðmundsson. Rótorinn á þurrkaranum.

Ljósafell í 4 sæti í október af togurum hjá aflafréttum.

Samkvæmt aflafréttum þá endaði Ljósafell í 4 sæti af togurum í október. Virkilega vel gert.

Hér má sjá lokalista hjá aflafréttum.

SætiáðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
11Viðey RE 50789.06179.7Grundarfjörður, Reykjavík
26Björgvin EA 311700.66153.1Dalvík
32Drangey SK 2680.85193.7Sauðárkrókur
412Ljósafell SU 70635.95130.0Fáskrúðsfjörður
58Gullver NS 12617.85141.8Seyðisfjörður
67Björgúlfur EA 312614.24224.2Dalvík
719Sóley Sigurjóns GK 200602.46137.6Siglufjörður
84Jóhanna Gísladóttir GK 357590.41186.7Djúpivogur, Grundarfjörður, Ísafjörður, Grindavík
916Sirrý ÍS 36576.66113.9Bolungarvík
1011Kaldbakur EA 1569.94167.9Eskifjörður, Akureyri, Neskaupstaður
1110Málmey SK 1565.24177.7Sauðárkrókur
129Þórunn Sveinsdóttir VE 401548.34142.5Vestmannaeyjar
133Björg EA 7548.24167.4Akureyri, Dalvík
1415Vestmannaey VE 54523.7785.4Vestmannaeyjar, Neskaupstaður
155Akurey AK 10504.86108.7Reykjavík, Grundarfjörður
1633Helga María RE 1499.04170.3Reykjavík
1713Skinney SF 20457.76113.6Hornafjörður
1821Páll Pálsson ÍS 102444.95117.3Ísafjörður
1914Þinganes SF 25430.4785.2Reykjavík, Grundarfjörður, Þorlákshöfn

Frábær október mánuður hjá Sandfelli og Hafrafelli.

Frábær afli hjá Sandfelli og Hafrafelli í október og fengu samtals 532 tonn. Sandfell með samtals 283 tonn og Hafrafell með samtals 249 tonn.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

SætiáðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
11Sandfell SU 75283.42128.4Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
22Hafrafell SU 65249.11721.8Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
35Indriði Kristins BA 751242.81324.0Vopnafjörður
43Kristinn HU 812237.32512.8Arnarstapi, Ólafsvík
54Kristján HF 100225.51423.1Neskaupstaður, Vopnafjörður
68Tryggvi Eðvarðs SH 2211.41321.0Ólafsvík
77Vigur SF 80209.11127.5Neskaupstaður
89Stakkhamar SH 220200.62214.4Rif
912Háey I ÞH 295197.91223.5Raufarhöfn, Húsavík, Dalvík
1010Særif SH 25194.31422.7Arnarstapi, Rif
116Auður Vésteins SU 88190.81621.3Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
1211Einar Guðnason ÍS 303175.31616.8Suðureyri
1314Fríða Dagmar ÍS 103174.82014.2Bolungarvík
1416Jónína Brynja ÍS 55165.72212.1Bolungarvík
1513Gísli Súrsson GK 8161.71520.4Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
1615Gullhólmi SH 201157.21120.0Rif
1717Óli á Stað GK 99133.5209.5Siglufjörður, Dalvík
1818Sævík GK 757117.91811.1Skagaströnd
1920Hulda GK 1799.8149.1

Mikið unnist í öryggismálum

Búið er að bæta til muna allt öryggi á hafnarsvæði Loðnuvinnslunnar.  Hófst sú vinna s.l vor undir stjórn öryggisstjóra LVF, Arnfríðar Eide, sem ásamt öryggisnefnd og stjórnendum gerðu ítarlega greiningu á hvar fyrirtækið gæti gert betur á þessu sviði. 

Víðsvegar hafa verið settir upp umferðarspeglar, annars vegar þar sem blint var fyrir ökumenn og hins vegar á staði þar sem bílstjórar fá betri sýn við að bakka að byggingum þegar verið er að ferma og afferma. Mikið af yfirborðsmerkingum voru settar upp líkt og gangbrautir og gönguleiðir. Þá voru bílastæðin skilgreind betur sem og stopp merkingar. Einnig hafa varúðarskilti verið sett upp við hafnarsvæðið þar sem skírt er kveðið á um að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. Eru þau aðvörunarorð höfð bæði á íslensku og ensku.

Fast við hafnarsvæði Loðnuvinnslunnar stendur Fosshótel Austfirðir og þeir ferðalangar sem gista það glæsilega hótel hafa verið gjarnir á að fá sér göngu á hafnarsvæðinu, enda margt forvitnilegt fyrir ókunnuga að sjá, um leið og menn gera sér ekki grein fyrir hættunum sem þar kunna að leynast.  Nú þegar merkingar hafa verið settar upp láta gestir, sem og heimamenn, sér nægja að horfa yfir svæðið.  Þá hefur óþarfa bílaumferð um svæðið nánast horfið. Allt vísbendingar um að fólk virðir merkingarnar og er það vel.

Starfsfólk er mjög ánægt með þessa vinnu og finnur árangurinn í vinnu sinni. Hægt er að aka lyfturum og öðrum tækjum um svæðið af meira öryggi. 

Við fögnum því mjög að fólk virði merkingarnar og biðlum áfram til allra að gera slíkt hið sama. Öll viljum við koma heil heim eftir vinnudaginn, hvort heldur er á líkama eða sál.

Það er einnig frábært hvað stjórnendur og starfsfólk er jákvætt fyrir þeim öryggisráðstöfunum sem gerðar eru en slíkt auðveldar öryggisstjóra og öryggisnefnd mikið við innleiðingu öryggisferla og skapar ekki síður góða öryggismenningu í fyrirtækinu til framtíðar.

Undanfarin ár hefur töluverð vinna farið í að auka öryggi starfsfólks með því að áhættugreina hverja deild ásamt því að áhættugreina einstakar vélar aukalega. Í kjölfarið hefur slysum farið fækkandi og síðast liðið ár voru aðeins minniháttar atvik sem komu upp. Við höfum átt góða samvinnu við Vinnueftirlitið um hvað við getum gert betur og stóðst Loðnuvinnslan ítarlega úttekt sem fór fram s.l vor.

Við höldum ótrauð áfram, við erum á tánum og viljum gera enn betur. Því þegar kemur að öryggismálum er vísan aldrei of oft kveðin.

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Ljósafell á landleið með 110 tonn.

Ljósafell er á landleið með fullfermi 110 tonn. Aflinn er 58 tonn Þorskur, 25 tonn Ufsi, 13 tonn Karfi, 10 tonn Ýsa og annar afli.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Ljósafell kom inn í nótt.

Ljósafell kom inn í nótt me tæp 100 tonn, aflinn var 45 tonn Ufsi, 35 tonn Þorskur, 8 tonn Ýsa, 7 tonn karfi og annar afli.

Ljósafell fer út á morgunn kl. 13.00.

Mynd: Þorgeir Baldursson.