Hoffell hefur verið í Færeyjum í sl. 6 vikur vegna breytinga. Nótakassinn var stækkaður úr 130 m3 í 180 m3 og settur nýr nótakrani á skipið frá Triplex í Noregi. Spilmótorar á aðalspili voru teknir upp, glussalagnir lagðar fyrir nýtt hjálparspil á framdekki. Síðan voru ýmis smærri verk unnin.
Hoffell fór frá Færeyjum sl. sunnudagskvöld og fór beint á síldarmiðin vestur af landinu og kemur þangað í kvöld. Síldin sem veiðist verður verkuð í salt eins og venjulega hjá Loðnuvinnslunni.
Nýr og breyttur nótakassi og nýr nótakrani frá Triplex.
Mynd: Kjartan Reynisson.
Hoffell eftir breytingar í Þórshöfn í Færeyjum, nótakassinn hefur verið hækkaður en hann var stækkaður um 40%. Í baksýn sést eldra Hoffell með fullfermi af NVG-síld og bíður eftir löndun.
Mynd: Kjartan Reynisson.
Breytingar voru gerðar á yfirbyggðu dekki og hægt að ganga þaðan yfir í framskipið.
Mynd: Kjartan Reynisson.