Ljósafell
Nú eru túrbínuvarahlutirnir í Ljósafell komnir til landsins. Því miður féll allt flug niður í landinu seinnipartinn og eru varahlutirnir og viðgerðarmenn á leiðinni landleiðis. Síðast fréttist af þeim kl. 21:00 norðan Holtavörðuheiðar. Í trausti þess að allt gangi að óskum héðan af er áhöfn Ljósafells boðuð til brottfarar kl 08:00 á morgun, mánudaginn 13. janúar.
Ljósafell
Því miður eru orðnar tafir á sendingu varahluta í túrbínu Ljósafells. Bestu horfur fyrir brottför eru á Sunnudagskvöldi úr því sem komið er.
Ljósafell
Ljósafell kom inn seint í gærkvöld með bilun í túrbínu. Viðgerð og útvegun varahluta er í gangi og verður tilkynnt um áætaða brottför um leið og hægt verður.
Hoffell
Hoffell á landleið með 1.25o tonn af kolmunna eftir 5 daga á miðunum.
Ljósafell
Varahlutir í túrbínu eru að leggja af stað frá Zurich í Sviss í kvöld. Við væntum þess að þeir komi til landsins með flugfrakt á morgun. Samsetning verður svo eins fljótt og auðið er, en brottför er því enn óljós.
Ljósafell
Ljósafell kom morgun með 33 tonn af þorski eftir rúman sólarhring á veiðum.
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa um 80 tonnum. Uppistaðan er þorskur, um 60 tonn og um 15 tonn af ýsu. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag 7. janúar kl 13:00
Ljósafell – Hoffell
Ljósafell er nú að landa sínum fyrsta afla ársins, 25 tonnum, aðallega þorski. Þarmeð er vinnsla hafin í frystihúsinu á nýja árinu. Hoffell er að leggja af stað á kolmunnaveiðar.
Jólakveðja
Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan hf
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa síðasta túr fyrir jól. Aflinn er um 56 tonn, aðallega þorskur.
Hoffell
Hoffell landaði í gær um 200 tonnum, mest kolmunna, en lítið fannst af gulldeplu í túrnum.
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa um 71 tonni. Uppistaða aflans er þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 10 des kl 13:00