Nú eru túrbínuvarahlutirnir í Ljósafell komnir til landsins. Því miður féll allt flug niður í landinu seinnipartinn og eru varahlutirnir og viðgerðarmenn á leiðinni landleiðis. Síðast fréttist af þeim kl. 21:00 norðan Holtavörðuheiðar. Í trausti þess að allt gangi að óskum héðan af er áhöfn Ljósafells boðuð til brottfarar kl 08:00 á morgun, mánudaginn 13. janúar.