Ljósafell
Ljósafell er nú að landa á Eskifirði. Aflinn er um 50 tonn og uppistaðan karfi. Skipið heldur aftur til veiða á fimmtudag 20. nóv kl 13:00
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 430 tonnum af síld. Skipið fer aftur til sömu veiða að löndun lokinni.
Ljósafell
Ljósafell landaði í gær um 60 tonnum. Uppistaða aflans er karfi og ufsi og fór allur aflinn á markað, enda allt á kafi í síldarverkun ennþá.
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 600 tonnum af síld. Skipið er nú búið að veiða um 4200 tonnum af síld og á eftir 3 túra að öllu óbreyttu.
Ljósafell
Ljósafell hefur nú lokið við haustrall Hafró. Skipið fer nú á hefðbundnar veiðar og er brottför kl 22:00 á fimmtudaginn 6. nóvember.
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 600 tonnum af síld sem veiddist fyrir vestan land. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.
Ljósafell
Ljósafell er nú að landa í heimahöfn. Þetta er þriðja löndunin í verkefni Hafrannsóknarstofnunar og er skipið langt komið með verkefnið. Eftir er 21 togstöð af 208 sem taka á. Ljósafell leggur úr höfn á morgun, laugardag 1. nóvember kl 08:00 í síðasta hlutann sem eru togstöðvar úti fyrir suð-austurlandi.
Hoffell
Hoffell er komið til löndunar með um 645 tonn af síld. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.
Hoffell
Hoffell kom til löndunar á sunnudag með um 720 tonn af síld til vinnslu. Skipið fer aftur til sömu veiða á miðvikudag 22. október kl 13:00
Ljósafell
Ljósafell landaði í Grundarfirði á föstudaginn 10. október. Þetta var millilöndun í haustleiðangri fyrir Hafrannsóknarstofnun. Skipið var þá búið með 58 af 208 togstöðvum.
Hoffell
Hoffell er nú að landa um 630 tonnum af síld sem veiddist í Kolluál.
Hoffell
Hoffell er nú að landa makríl og síld, 330 tonn.