Ljósafell er nú að landa í heimahöfn. Þetta er þriðja löndunin í verkefni Hafrannsóknarstofnunar og er skipið langt komið með verkefnið. Eftir er 21 togstöð af 208 sem taka á. Ljósafell leggur úr höfn á morgun, laugardag 1. nóvember kl 08:00 í síðasta hlutann sem eru togstöðvar úti fyrir suð-austurlandi.